Eimreiðin - 01.07.1926, Blaðsíða 100
276 FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS EIMRE!P'N
bar upp það breitingaratkvæði, að ef höfundi líkuðu ekki
atgjörðir nefndarinnar mætti hann taka ritgjörð sína aph>r’
áður enn hún væri í annað sinn borin undir fundarmenn-
Jónas eg verð að halda því fram að einhvurju sé viðbætt t*
skilningsauka um þetta mál. Forseti spurði þvínæst fundaf'
menn hvurt þeir vildu að nokkru því væri skotið inní eða
bætt við, er skírði frá að höfundur réði breytingunum, enn þ£ir
neituðu því með 5 atkvæðum móti 4— Þvínæst skorað1
forseti á þá er vildu að greinin væri óbreytt að meiningunni>
að rétta upp hendurnar, og komu 6 hendur upp enn fjórar
löfdu. Að endingu las Brinj. Petursson upp lagagrein sína um
skrifaraval og skildur þeirra, og var hún lögtekin.O
G. Magnússon.
G. Þórarinsson ti. K. Friðriksson J. K. Briem.
Konráð Gíslason Brinj. Pjetursson G. Þórðarson
J. Hallgrímsson B. Thorlacius Br. Snorrason.
|6. fundur 18431.
Laugardagin næsta, 4a dag Martsmánaðar, höfdu félaö5
menn fund með sér, á sama stað og áður, og voru 1*3 a
fundi. Var lesið upp það sem ritað var frá næsta fundi, °S
viðtekið. Forseti bað ]ónas segja frá hvað kvæðunum 1$’’
sem nefndin hafði skoðað. Jónas segir nefndin hafi bent 1
hvar hún vildi láta breita, enn ekki hafi hún komið nie
margar uppástungur til breitínganna, og gæti hann ekki te«>
það alt til greina. Þvínæst skírði hann frá ýmsum athuö3 *
semdum, og hvörjum hann tæki og var so úttalað um AlþfaS15
kvæðið og Grátitlínginn, og vóru bæði þau kvæði feinS111
forseta. Sk. Thorlacius las sögu sem heitir »Galdramaðurmn
og var hún tekin með 9 atkvæðum, með þeim skildaga, a
ýmsum orðum og orðatiltækjum væri breitt, og ef ekke
biðist sem menn vildu síður missa.2) Þá las hann upp a^a
sögu frá sýslumanni og einum bónda í Rússlandi, og var hu'1
tekin með 9 atkvæðum.3) Skúli gaf ekki atkvæði sjálfur,
1) Sbr. 15. grein í lögunum, en sjá 14. fund 1843.
2) Var aldrei birt.
3) Þ. e. sagan „Góður snjór", prentuð í Fjölni, 6. ári, bls. 84"
eignuð Jónasi af vangá.