Eimreiðin - 01.04.1932, Qupperneq 23
E'mreidin ÞJÓÐARBÚSKAPUR OQ TOLUR 143
rÉðstafanir hljóti að falla, sem að mínum dómi verður að gera,
°9 ekki má missa sjónar af. Fæst hann með því að athuga
á hvern hátt greiðslujöfnuðurinn myndast.
Qreiðslujöfnuðurinn fyrir eitthvert tiltekið tímabil er mis-
munurinn milli þess erlenda gjaldeyris, sem þjóðin eignast til
uniráða og þess, sem hún innir af hendi á sama tíma. Helzfu
*ekju- og gjaldaliðirnir verða þá þessir:
Tekjur:
'• Andvirði af útflutningsvörum, reiknað í verzlunarskýrslun-
um fob á útflutningshöfn.
Farmgjöld með innlendum skipum.
3- Upphæðir, sem eftir verða innanlands af tryggingarið-
SÍöldum landsmanna.
Vmsar tekjur, svo sem arður af íslenzkum inneignum er-
lendis, dvöl útlendra ferðamanna á Islandi, björgunar- og
uiðgerðarkostnaður erlendra skipa hér á landi, sektir fyrir
landhelgisbrot o. fl.
Gjöld:
Andvirði innflutnings, reiknað í verzlunarskýrslunum cif á
•nnflutningshöfn.
Vextir og afborganir af erlendum skuldum.
3- Iðgjöld fyrir allar vátryggingar og líftryggingar landsmanna.
^ Ferðakostnaður og dvalarkostnaður íslendinga erlendis.
Vms gjöld, svo sem viðgerðarkostnaður og önnur gjöld
íslenzkra skipa erlendis, greiðslur fyrir allar vörur keyptar
> útlöndum, sem ekki koma á innflutningsskýrslur, ýmsar
Sreiðslur ríkissjóðs erlendis (til konungs, utanríkismála
°- s. frv.) o. fl.
Af þessum liðum eru tekju- og gjaldaliðir nr. 1 þeir lang-
siærstu. Mismunur þeirra er verzlunarjöfnuðurinn, og þarf
ekki orðum að því að eyða, að þær ráðstafanir, sem við-
v'kjandi þeim er hægt að gera til að bæta greiðslujöfnuðinn,
er annarsvegar að takmarka sem mest innflutning, sem hægt
er að vera án, og efla innlenda framleiðslu, sem getur sparað
lnnflutning, og hinsvegar að efla útflutninginn eftir því sem
EEarkaðurinn fyrir hann þolir. Kreppan kemur hér eins og