Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 34
154
SÉRÆFINQ OQ SAMÆFING
eimreiðiN
og Meumann). En hvað mikinn þátt hvert af þessum atriðum
á í samæfingunni, um það skiftast skoðanirnar.
Colvin, amerískur höfundur, gefur þessar reglur um þa^>
hvernig náminu skuli haga svo að samæfing eða sameflinS
hæfileikanna verði sem mest:
1. Fyrsta atriðið er að gera sér þá aðferð sem ljósasta,
sem maður vill að komi að haldi á öðrum sviðum en þv'>
sem maður sérstaklega æfir sig á, gera sér ljóst, í hverju
þessi aðferð er fólgin. Það hefur og komið í ljós, að gott er
að nemandinn viti alt af, hvað framförinni líður, og að menn
skilji það og finni, að þeir geta tekið sér fram, ef þeir viha-
2. Þar næst er að æfa sig sem bezt í réttri námsaðferð.
Nálega allir, sem um þetta hafa ritað, hafa tekið það frarn,
hve mikið er undir því komið að beita athyglinni réft. E°
það virðist einnig nauðsynlegt að menn æfi sig í því að gei-3
hugmyndir sínar sem skýrastar, því að þær verða að vera
leiðarljósin við alt nám.
3. Ef menn vilja æfa einhverja gáfu alment, þá verður að
gæta þess að efnið, sem menn æfa sig á, sé sem skyldast
því, sem oftast kemur fyrir í daglegu lífi. Vilji menn t. d-
æfa athugunargáfu sína, þá væri það óhentugt að æfa sig
eingöngu á því að athuga hluti í smásjánni, því að tækifæriu
til þess eru svo sjaldgæf, og ólík þeim, sem daglegt líf býður-
Það er gott að hafa það hugfasf, að æfing í einhverju
sérstöku getur stundum orðið til þess, að mönnum gengur
ver með annað á eftir. Tökum t. d. mann, sem hefur aeft si8
í því að merkja svo fljótt sem unt er tiltekinn staf, t. d. a>
hvar sem hann kemur fyrir í texta. Á eftir á hann svo að
marka aðra stafi á sama hátt, t. d. r. Vér getum gert ráð
fyrir, að minsta kosti þrent þurfi til að vera fljótur að merkja
stafinn: að vera fljótur að renna augunum eftir línunum, og
vera fljótur að sjá þennan tiltekna staf, og vera fljótur að
merkja hann, þar sem hann kemur fyrir. Sá, sem hefur ®ft
sig í því að merkja a, hefur um leið æft sig í því að renna
augunum fljótt yfir línurnar. En þegar hann nú á að fara að
merkja r, þá getur verið, að honum hætti til að fara að
merkja a, og það tefji svo fyrir honum, að hann annaðhvort
verði engu fljótari að merkja r, eða jafnvel seinni, þrátt fyrir