Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 43
EiMREI£)IN
JOHN MASEFIELD
163
®e að finna sem gimstein í sorpinu. Og ekki gleymir hann
e9urð konunnar. Hann hefur ort einhver hin þýðustu —
>°ðrænustu — ástakvæði, sem kveðin hafa verið á enska
^Un9u á síðari árum.
A nú við að ræða nokkru nánar ljóðsögurnar fjórar, sem
öfluðu Masefield lýðhylli og skáldfrægðar á skömmum tíma,
°9 fyr voru taldar.
The Everlasting Mercy segir frá trúarlegu afturhvarfi Saul
sem var óregluseggur úr hófi fram, trúleysingi, og
yeiðiþjófur ofan í kaupið. Hann lendir í illdeilum við annan
Veiðiþjóf, sem hann hafði beitt órétti, og bíður hærra hlut,
PeSar andstæðingur hans meiðist. Eftir sigurvinning þenna
Jrekkur Saul frá sér vitið á þorpsknæpunni. Að lokum ryðst
Uann út úr kránni, rífur utan af sér fötin og gengur ber-
Serksgang um götur bæjarins. Hann hringir eldsvoða-klukk-
unum, lemur utan húsin og æpir svo alt ætlar niður að keyra.
a menn eigi fest hendur á honum, og í dögun kemur hann
aftur á knæpuna. Sefur hann nú um stund, en óðar og hann
J'aknar, leggur hann í aðra herferð um bæinn. Hann mætir
Þorpsprestinum á förnum vegi og verður undir í orðasennu
v*ð hann. Rennur nú af Saul versta víman við útivistina. Og
SVaHið hefur eigi kæft að fullu guðdómsneistann í brjósti
ans. Aftur er för hans heitið á knæpuna, en á leiðinni
bangað sýnir hann vinarhót drenghnokka einum, sem móðirin
afði skilið eftir úti á stræti. En Saul fær þær einar þakkir,
að móðir drengsins eys yfir hann blóðugum skömmunum,
allar hann »bæjarsmán« og þar fram eftir götunum. Heggur
Þao nærri Saul, því að hann var barngóður. (Jm kveldið
reYnir hann til að drekkja hugarangri sínu á knæpunni, en
Þa verður ungfrú Bourne á vegi hans, kvekarastúlkan, sem
etnur á drykkjukrána á hverju kveldi til þess að leiða
urykkjurútana til betri vegar með kristilegum fortölum. Þegar
Un fer að telja um fyrir Saul, svarar hann móðgunum ein-
Urn> en vingjarnleg svör hennar vekja samvizku hans og leiða
l'l þess, að hann verður sér meðvitandi sektar sinnar. Lýkur
Sv° kvæðinu, að hann snýr baki við öllu svalli og illgerðum
°9 ræðst í bændavinnu, nýr og betri maður.
Ljóðsaga þessi er hin áhrifamesta, þó að skáldinu fatist sum-