Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 50
170
]OHN MASEFIELD
iIMREIí>iN
John Masefield í einkaleikhúsi sinu.
/
Nan, söguhetjan, er munaðarleysingi á enskum sveitabæ 1
grend við Severnfljót. Faðir hennar var hengdur fyrir sauða-
þjófnað, og hefur móðurbróðir hennar skotið skjólshúsi ybr
hana. Kona móðurbróðursins er hin versta norn í garð Nan>
kemur elskhuga hennar, Dick, til að rjúfa trygð við hana °S
lofast ]anet frænku hennar. Fyllist Nan að vonum harmi °g
örvæntingu, og hinar ömurlegustu hugsanir sækja að henni-
En nú kemur það í Ijós, að faðir hennar hefur verið saklaus
dæmdur, er annar maður játar á sig þjófnaðinn, og fulltruar
ríkisstjórnarinnar senda Nan álitlega fjárupphæð í föðurbætur-
Snýr Dick nú við blaðinu, vill giftast Nan en svíkja ]anet.
Grunar Nan, að honum gangi ekki ást til bónorðsins heldur
fjárgræðgi, og kemur það fljótlega í ljós. Verður Nan þá svo
örvilnuð, að hún rekur Dick í gegn; en sjálf hleypur hun
niður að Severnfljóti til að fyrirfara sér, með þessi orð a
vörum: »Flóðið er á leiðinni upp ána. — Kynlegur fiskur
verður í netunum á morgun*. —
Til eru þeir, sem segja, að hér sé aðeins um grimmúðuga
glæpasögu að ræða. En lesi menn leikrit þetta með athygl'
og skilningi, munu þeir sannfærast um, að meira býr her