Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 54
EIMREIDIN
Skýjaborgir.
Eftir Jakob Jóh. Smára.
Vanalega eru menn dæmdir eftir því, sem þeir gera
eða gera ekki, en ættu að gera. Einnig er það ákaflega al-
gengt, a. m. k. hér á íslandi, að dæma menn eftir — e^‘
því, sem menn hugsa, heldur — hinu, sem þeir gætu hugsað,
ef þeir legðu yfirleití slíkt erfiði á sig, að hugsa, — eða m-
ö. o. effir því, sem kallað er gáfur. En menn gá ekki að þvl>
að gáfur án viljaþróttar og siðferðilegs þreks eru oft Ií**js
virði. Því er ísland fult af rústum gáfaðra manna, eins og e8
sagði einu sinni, og sjálfsagt önnur lönd líka. Að vísu n13
heldur ekki dæma menn of hart, með drembnu öryggi oC^’
borgarans, þóit þeir geri aldrei neitt, sem gagn er að.
getur verið nægilegt gagn frá þeirra hendi, að þeir eru ti'-
Þeir geta með tilveru sinni einni saman uppljómað sv°
heiminn, að bjartara verði í honum fyrir aðra. En þeir, sem
aldrei gera neitt og ekki eru neitt heldur, — ja, ég veit ekki.
hvað við þá á að gera. Og þó eru í þeim flokki ýmsii- a
mest virtu mönnum þjóðanna, — menn, sem aldrei gera neitt
til gagns og eru heldur ekki neinum til gleði eða gaman5,
Líklega væru þeir bezt komnir við að éta skyr og rengi hja
Húsavíkur-]óni, — ef hann vildi hafa þá í sínum húsum!
Ég vil stinga upp á því, að dæma menn eftir draumum
þeirra, — dagdraumum, loftköstulum og skýjaborgum. Rauna1"
má einnig dæma menn eftir draumum þeirra í eiginlegrl
merkingu orðsins, svefndraumum, því að í slíkum draumum
koma oft fram leyndustu óskir og dýpsta eðli mannsins. En
maður ber þó ekki sömu ábyrgð á svefndraumum sínum sem
á vökudraumunum, og er því bezt að halda sér við hma
síðarnefndu.
Vökudraumar, loftkastalar, skýjaborgir, hugsjónir a
merkir þetta eiginlega hið sama, — takmark, sem stefnt er
að, — hlut eða ástand, sem maður þráir, — draumsýn, sem