Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 56
176
SKVJABORGIR
EIMREIDIN
um við því ekki að hætta að nota orðið »frelsi« sem nokk-
urs konar »sesam«, er við búumst við að opni fyrir okkur
allar dyr framtíðarinnar? Eg er hræddur um, að annars kunni
að fara fyrir okkur líkt og manninum, sem sagði: »BygS>
opnist þú!« í staðinn fyrir »sesam«, og dyrnar héldust náttur-
lega lokaðar, unz ræningjarnir komu og drápu hann.
En framfarirnar þá? Eru þær ekki mikils virði og sóma-
samlegt takmark? Getur verið, en hvað er eiginlega átt við
með framförum? Eru það bættar samgöngur, aukin velmegun,
meiri framleiðsla? Eg býst við því, — og svo auðvitað ýmis-
legt fleira. Þetta eru alt saman ágætir hlutir, gagnlegir fyr,r
líkamann. \Jið eyðum ekki hundrað og fimtíu árum til a^
framleiða listaverk, sem beini hugum manna til hæða og fre*sl
sálir þeirra. Til slíks höfum við engan tíma og erum alt
óvissir um það, hvort nokkur sál sé eiginlega til, sem vert se
ómaksins að frelsa. En við eyðum tíu eða fimtán árum í a^
grafa skipaskurð milli tveggja úthafa, svo að vöruflutningar
gangi fljótara og fyr sé hægt og með meiri krafti að ráðast
á flota óvinanna í næstu styrjöld. Skurðurinn er ef til vill
fallegur og aðdáunarverður, en það er alveg óvart, að hann
verður það. Aðalatriðið við hann er matar- og baráttu-gagn$
af honum. Og þannig er um alt hjá okkur.
En fer okkur nú nokkuð fram með öllum þessum fraW'
förum? Öllu mögulegu öðru fer fram, — samgöngur batna
(svo að hægt sé að vera fljótari til að drepa menn í næsta
stríði), velmegunin eykst (hjá fáum mönnum, en allur almenn*
ingur berst í bökkum eins og æfinlega), framleiðslan vex (sy0
að hlöðurnar geti verið fullar af vörum, þó að fólk sé of fa'
tækt til að geta keypt vörur og enginn sjái nein önnur ráð
en þau, að hætta að framleiða í bili og auka þannig enn a
hersveitir fátæklinganna). — En eykst hamingja mannanna að
nokkrum mun? Vaxa tækifærin til að lifa sann-mannlegu h'fi •
Verður mannfólkið göfugra, hugrakkara, betra? Þetta eru
þær spurningar, sem svara verður játandi, ef alt framfara'
bröltið í okkur á að geta haft nokkurt gildi — nokkurt raun-
verulegt gildi. Því að þetta er það, sem máli skiftir, e^'
svo mjög, að mennirnir verði hamingjusamir, (því að það er
vafamál, hvort almenningi er unt að vera hamingjusamur '