Eimreiðin - 01.04.1932, Blaðsíða 65
EIMREIÐIN
KOLFINNA
185
borpsbúa var þarna saman kominn. Þeir héldu sig flesiir í
slíióli fyrir sunnan húsið. Kolfinna stóð álengdar. Hún var
ekhert að troða sér inn í mannþyrpinguna. Allir horfðu með
^áttvana skelfingu á hótelið brenna. Kolfinna heyrir spurt,
hvort nokkur hafi brunnið inni. Nei, fólkið bjargaðist með
naumindum, en annars varð engu bjargað.
Alt innbú Gríms var að brenna. Konurnar báðu guð að
hjálpa sér, en karlmennirnir töluðu um þetta átakanlega tjón,
Sem Grímur varð fyrir og um þetta góða hús, sem var að
krenna. En sú mildi, að það stóð svona langt frá hinum hús-
Unum. Annars hefði alt þorpið brunnið í þessum norðangarði.
Kolfinna mælir ekki orð frá munni. Hún horfir á logana
leV2ja sig, hverfa snöggvast, rísa svo upp aftur ennþá magn-
aðri, ennþá ægilegri.
Svo þetta átti hún þó eftir að lifa. Hún átti þá eftir að
siá þennan timburhjall brenna, þetta hús, sem hafði skapað
^nni helminginn af allri eymd hennar. Henni fanst hún sjálf
hafa kveikt í því. Henni fanst hún hafa verið að kveikja í
kuí í mörg ár. — Gat ekki hatrið orðið svo heitt, að það
yrði að logum? Var ekki hægt að hata eitt hús svo mikið,
fð það brynni? En það var ekki hún ein, sem hafði kveikt
1 bví. Hún vissi, að bölbænir eru máttugar, þegar þær koma
lfá mörgum sálum, sem lifa í kvölum.
Hótelið brennur! — Lofum því að brenna. Hvers vegna
^á ekki gamall timburhjallur verða að fallegu báli á gamlárs-
Höld ?
Kolfinna gengur ein heim á leið. — Það er að lygna. Stjörn-
Urnar tindra á himninum. Ekkert heyrist nema brimhljóðið.
Það er komið nýtt ár. Ár, sem aðeins getur fært Kolfinnu
e,11> sem hún þráir — dauðann.