Eimreiðin - 01.04.1932, Page 83
^IMREIÐIN
TRÚIN Á MANNINN
203
°9 bænir. Með öðrum orðum — hið æðsta góða er fyrir þeim
^ólgið í ýmislegum stundlegum gæðum, og gnægð þeirra hyggja
keir að uppfylli hina æðstu þrá mannsins. En alla hina dýr-
le9u trúarreynslu, sælu dulvitringsins, helgi dýrlingsins, fögn-
afturhvarfsins, frið trúarinnar og fórn jarðneskra gæða
Vir hin himnesku o. s. frv. — alt þetta telja þeir til fásinnu,
Seiu stafi af ramskökku hugmyndalífi, og flokka undir ýmsar
le9undir af sálsýki, svo sem ofsýnir, ofheyrnir, leiðslur, per-
s°nuskiftingar og móðursýki. Ef því er hreyft, að með þess-
UlT1 kenningum drepi þeir alla andlega og siðlega viðleitni í
mannkyninu, þá spyrja þeir, hvað langt til siðgæðis trúin á
9uð og ódauðleikann og hina yfirnáttúrlegu frelsun hafi dregið
^annkynið. Hafa ekki miljónir manna, sem trúað hafa á frið-
k®9ingu Krists, samt sem áður verið ágjarnir fjársýslumenn,
Se>n kúgað hafa meðbræður sína og krossfest? Hefur trúin
a 9uð og ódauðleikann getað frelsað menn frá iðnaðarkrepp-
Um. auðsöfnun einstaklinga, verzlunarstríði og blóðugum bar-
óögum? Húmanisminn vill reyna að ala upp nýja kynslóð,
Sem trúir á mátt sinn og megin til að leysa þau vandræði,
Sern guðir hinna eldri kynslóða hafa reynst vanmáttugir til.
Benjamín Kristjánsson.
íí næsta hefti mun birtast grein eftir sama höfund, þar sem þessi víð-
j*ka samtíðarhreyfing, sem hér hefur verið Iíst, verður gagnrýnd, um
10 og leitast verður við að svara því, hvaða erindi hún muni eiga til
llí*t>ma-kynslóðarinnar].
Leiðin mín.
Þó austan og vestan æfiskeið
þeir ýti með Buddha í stafni,
og sunnan og norðan svörin greið
mér segi, að alt sig jafni,
ég held mína gömlu grýttu leið —
og geng hana í Jesú nafni.
Herdís.