Eimreiðin - 01.04.1932, Page 84
EIMREIÐIN
Tvö kvæöi.
[Höfundur þessara kvæöa, Guðmundur 5°
varsson á Kirkjubóli í Hvítársíðu, hefur lv°
síðastliðin ár öðru hvoru átt smákvæði her
í Eimreið, sem öll hafa vakið athygli- HanI
er einn úr hópi ynsstu ljóðskálda vorra-
Hið daglanga sumar.
Hið daglanga sumar,
með sólvindum blíðum
og eldgullin sky
yfir iðgrænum hlíðum,
fer þögult um hjartað
heitum straumum,
og dagurinn líður
í draumum.
Þegar slétturnar anga
af slegnu heyi
í lognkvöldsins friði
að liðnum degi,
þá er þögnin djásnið
og dýrasta gjöfin
og svæfir sorgina
í höfin.
Og hið daglanga sumar
er dulmálum þrungið,
þó ekkert sé hjalað
og ekkert sungið.
— Engin orð eru töluð,
sem töfrunum grandi,
þar sem vinirnir maetast
í vorsins landi.
Þú manst það víst líka,
við munum það bæði,
— nú kveð ég um það
til þín kvæði.
Engin orð — aðeins atlot
og ástin hreina, —
ástin fyrsta
og eina.