Eimreiðin - 01.04.1932, Page 86
206
TV0 KVÆÐI
EIMREIÐl^
Á fljúgandi hvörfum fegurðin sést,
sem fjúki lauf fyrir vindi.
Um dásemdir lífsins veit dauðinn bezt,
um dyrð þess og kærleiksyndi.
Ilmblærinn strauk yfir vötn og völl
— öll veröldin bjartari’ og stærri.
Ó blessaða líf! Það var bæn þín öll.
Hún brotnaði himninum fjærri.
En úti skein sólin, og svanakór
söng með tryllandi hætti.
Jörð, þú ert alt, þú ert ein og stór,
þú ert ástin í dýrðlegum mætti.
Við gengum þakklát vorn þrönga stig
um þúsundir sumra og vetra —
og trúðum aðeins á þig — á þig,
við þekkjum ekki annað betra.
Dauðinn stígur um dagsins hlið
djarfur til allra svifa.
Við hlýðum hans dómi, þó deyjum við
í dýrslegri þrá til að lifa.
Víst skildi ég vin minn, er sat ég sár
við sæng hans í geislanna brosi,
sem þerraði dagganna titrandi tár
af túnsins iðgræna flosi.
Og síðan jafnan, ef sólskin er
og sit ég í stofunni þinni,
þá vaknar ei hlátur í huga mér,
því ég heyri hvíslað þar inni:
Móðir sól er of mild og hlý,
of máttug í sínu ljóði. —
Mig langar svo ákaft að lifa á ný
eitt ljósfagurt sumar, góði.