Eimreiðin - 01.04.1932, Side 92
212 „SKÁLDSKAPUR OQ ÁSTIR“ eimRE’diN
hinnar æðri veru. G. K. lýsir í Höddu Pöddu tvískinnungs'
lausri ást hinnar tignustu konu og ber það uppi með fra'
bærri snild. í Sendiherranum frá Júpíter lýsir G. K. m. a-
blygðun hinnar æðri veru. En í Jómfrú Ragnheiði dreguf
sami höf. fram blæjulausa og heimtufreka kynferðishvötina a
miður kurteisan hátt. Og í sama streng taka margir ynSrI
nútíðar-höfundar. I hvaða átt vilja þessir menn sveigja mann-
legt eðli? Og hvert er stefnt? Engin fjarstæða er að álykta>
að hér sé stefnt í þá átt, að kynferðis-athafnir mannanna
eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum, eins og hjá kvikfen-
aðinum í haganum.
Fyrst er skýring með orðum, glæst og gylt. Reynt að vef)a
þessar frásagnir töfrablæju samhygðar (G. K.). Á eftir koma
athafnir fyrir allra augum. Má vera að þetta sé skáld-draumur
nútíðar-höfundanna.
Berum nú snöggvast saman ástalífs-lýsingar Kambans 1
Jómfrú Ragnheiði við ástalífs-lýsingar í sögunni »VesalinS
arnir* eftir V. Hugo, — sögu, sem sagt hefur verið um, a^
væri sú veigamesta skáldsaga, sem nokkru sinni hefði varl
skrifuð, — frásögnina um ástalíf Maríusar og Cosettu. f53
kannast R. Kv. við, þareð hann hefur þýtt þá bók að nokkm-
Viðbrigðin eru ekki ólík því, að komið væri úr skólprsasun}
stórborgar inn í alskrýddan blómagarð suðrænna landa, 3
björtum vormorgni.
Og nú vil ég spyrja: Hvor þessara frásagna er líklegn 1
að sveigja hugi manna og mannlegt eðli inn á þroskaðri oS
göfgari brautir ástalífsins, og þar með alls mannlegs k'fs •
Og enn fremur vil ég spyrja: Hvor frásögnin er hollari fyrir
æskulýð landsins, að lauga anda sinn með, ástalífs-IýslU^
Kambans í Jómfrú Ragnheiði á bls. 170—182 og
234—235, eða ástalífs-lýsing V. Hugo í samlífi Maríusar °S
Cosettu? — Sennilega kýs R. Kv. þá fyrnefndu til þassa'
Ég kýs hina síðarnefndu.
Tvennu mun nú R. Kv. svara hér til. Fyrst því, að Þar
sem um ásta-lýsingu V. Hugo sé að ræða, þá hafi hinir ynSrl
höfundar svift ástina klæðum og fundið »beinagrind nn 1
klæðinu«. Ég svara hiklaust, að þessir menn, hvort sem ÞD,r
eru á Frakklandi eða íslandi, standa ekkert nær virkile1