Eimreiðin - 01.04.1932, Síða 120
240 RITSJÁ eimreiðin
Jón H. Þorbergsson: ÞJÓÐSTJÓRNARFLOKKUR. — Drög að
stefnuskrá. — Rvík 1932 (Félagspr.sm.).
Það er ljóst af fyrri hluta þessa kvers, að höfundurinn hefur komið
auga á galla núverandi þjóðskipulags, glundroðann og samtakaieysið 1
lífi þjóðarinnar og vanmátt pólitísku flokkanna til skjótra og Örug9ra
bjargráða. Hann sér, eins og margir aðrir, að „ílokkadeilurnar á alþmS'
og á sviði þjóðmálanna valda eigi sjaldan óeiningu og hatri innan sveita-
og bæjarfélaga, er spillir æskilegum framgangi nauðsynjamála". Hann
Ieggur til að þeir menn, sem vilja þjóðræði, en ekki fiokksræði í l<m^'
inu, vinni að því að sameina alla — bæði þingmenn og aðra — 1 einn
þjóðstjórnarflokk, og í síðari hluta kversins leggur höfundurinn drög ^
stefnuskrár fyrir slíkan flokk. Allir pólitísku flokkarnir, sem nú eru til 1
landinu, eiga sér glæsilega stefnuskrá í mörgum liðum, þar sem þvl er
lýst með fögrum orðum, sem flokkurinn ætli sér að gera til að efla ^ar,
sæld lands og þjóðar. Ein slík ný stefnuskrá í viðbót gerir hvorki til ne
frá. Meiru skiftir hitt, að þjóðin eigi sem flesta nægilega góðgjarna menn
og vitra til þess að sjá, hvernig sundrungin og flokkabaráttan lamar
framkvæmdaþrek þjóðarinnar og bjargráðaviðleitni, menn sem sarriema
í stað þess að sundra og láta ekkert blint flokksfylgi villa sér sýn
hlaupa með sig í gönur. Ef vér eigum nægilega marga slíka menn
þess að sætta þá flokka, sem fyrir eru, svo hér verði samtaka þjóð, e11
ekki sundraðir flokkar, þá er málstað vorum borgið. Þetta mun líka vera
það, sem fyrir höfundinum vakir, og á kver hans því erindi til almenn
ings. Það er ástæða til að fagna hverri einlægri hvatningu til samta^3’
sem fram kemur á þeim erfiðu tímum, sem nú standa yfir. Slíkar hvatn
ingar hafa sín áhrif og vinna meira gagn í leyndum en margar opinbetst
stefnuskrár, sem eiga á hættu að verða orðnar að steinrunnum, óvirkum
kreddum áður en varir.
Magnús Ásgeirsson: ÞÝDD LJÓÐ II, Rvík, 1931 (Bókadeiid Menn
ingarsjóðs).
í safni þessu eru 43 þýdd kvæði, og eru Svíarnir þar fjölmennastir'
Þarna eru t. d. 6 kvæði eftir Gustaf Fröding, 3 eftir Oskar Levertin °S
4 eftir Verner v. Heidenstam. Annars eru Ijóðin úr ýmsum áttum, lle .
eftir samtíðar- eða síðari tíma skáld, en þó einnig nokkur eftir ei
skáld, sem áður hefur verið þýtt eftir nokkuð á íslenzku, svo sem P
Heine og Uhland. Lesendur Eimreiðarinnar munu kannast við sumar
þessar þýðingar, því að minsta kosti fimm þeirra hafa áður birzt
Eimreiðinni, aðrar í Iðunni og víðar, þó að ekki sé þess getið Þarna’
Magnús Ásgeirsson er snjall ljóðaþýðari, og mörg kvæðanna í safni þessn
hafa mikið skáldlegt gildi. Sv. S.