Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 10
242
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
ekki París nema af afspurn, en hvergi þar sem ég hef koniið 1
erlenda borg hefur mér fallið eins vel og í höfuðborg Bretlands.
Það var einmitt þessa fyrstu daga mína þarna, að hinn geig'
vænlegi skuggi aðsteðjandi Evrópustríðs var að færast yfir
Evrópu. Dagblöðin voru full af frásögnum um atburðina 1
Níirnberg og Prag. Foringjar þýzkra þjóðernissinna höfðu
frestað öllum frekari samningatilraunum við tékknesku stjórn-
ina fyrst um sinn, og 8. september kom
No. 10 brezka ráðuneytið saman á hinum fornfræga
Dovvning-stræti. stað Downing-stræti 10, til þess að ræða um
liið hættulega ástand í álfunni. Þann sania
dag voru þýzku blöðin full af árásum á Tékka og héldu þvl
fram, að tékkneska stjórnin gæti ekki lengur haldið uppi l‘’g'
um og reglu í landinu. En tilefni þessara auknu æsinga val
áreksturinn í Máhrisch-Ostrau, þar sem þingmaður úr flokk1
Sudeten-Þjóðverja átti að hafa verið barinn til óbóta með
hestasvipum tékknesku lögreglunnar á staðnum. Striðið gat
skollið á þegar minst varði. Frakkar höfðu sent margar lestm
hermanna til þýzk-frönsku landamæranna og aukið herlið 1
landamæravígjum sínum þar eins og framast er tahn þörí 1
hernaði. Blaðaskeyti bárust um, að ofboð hefði gripið fólk af
hræðslu við Ioftárásir.
Hinn opinberi bústaður forsætisráðherra Breta í Downing'
stræti 10, sem jafnframt er venjulega samkomustaður brezka
ráðuneytisins, er hvergi nærri mikilfengleg bygging á að sja-
Húsið er fremur fornfálegt, úr brúnum múrsteini, og ekki til'
takanlega stórt, gatan sjálf fremur þröng, hliðarstræti vl®
endann á hinu breiða og tilkomumikla Whitehall, strætinu mc®
minnismerkinu mikla, sem tákna skal gröf allra þeirra þegníl
Bretaveldis, sem féllu í heimsófriðinum, en þarna er vopna'
hlésdagurinn haldinn hátíðlegur hinn 11. nóvember ár hvert,
með mikilli viðhöfn. En þó að bústaður forsætisráðherrans
brezka sé svona þýðingarlítill að ytra útliti, þá hafa örlog
brezka heimsveldisins verið ákveðin þar innan veggja að mena
eða minna leyti um margra áratuga skeið, og elckert eitt hús 1
heiminum var eins oft nefnt í blöðum álfunnar þessa vl®
burðaríku s.eptemberdaga eins og Downing-stræti 10.