Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 25
R'MítEIÐIN
Ullarmálið.
Eftir Helga Briem.
Það mun á almannavitund, að
fyrir nokkrum árum gerði sænska
ríkisstjórnin fjárkröfu á hendur ís-
lenzka ríkinu, vegna þess, að sænsk-
ir borgarar hafi fengið ónógar bæt-
ur fyrir ull, sem tekin var eignar-
námi í lok stríðsins.
Var þetta mál alment kallað ull-
armálið.
Manna á meðal var það rætt tölu-
vert og með nokkrum ugg, því það
fylgdi sögunni, að ríkið mundi dreg-
ið fyrir alþjóðadómstól, og mundi
nieð öllu óvíst hvernig málið færi. En Svíar töldu tjón sitt
ner»a á aðra miljón sænskra króna, svo með þáverandi gengi
líi enzkrar krónu, og að viðbættum vöxtum, mundi ríkið verða
a° greiða um þrjár miljónir króna samkvæmt kröfu þeirra.
A síðustu árum mun ekkert hafa heyrst um þetta mál, og
Vl*a fæstir hvernig það fór. Þar sem það er fyrir margra hluta
S;>kir merkilegt, þykir mér hlýða að skýra hér stuttlega frá
nialinu, samkv. málsskjölum þess og sættargerð í því. Eru öll
- ;v.jöl þess nú geymd í stjórnarráðshúsinu, og eru þau svo mörg,
þau eru full ferðakista.
f’að að taka eignarnámi eig'nir erlendra þegna, er alt af al-
' ’rlegt mál, jafnvel þó fullar bætur komi fyrir. En ef þeir
að þeir hafi hvergi nærri fengið fullar bætur fyrir eignir
s>nar, geta slík mál kostað ríkið stórfé og jafnvel brotið skarð
1 fullveldi þess. Er skemst að minnast, að er rússneska ráð-
’tjórnin gerði útlendar eignir upptækar eftir byltinguna, sendu
^æoi Bretar og önnur stórveldi heri inn í landið til að reyna
a® steypa stjórninni þar frá völdum.
17