Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 75
EiMreioin
^ættir af Einari H. Kvaran.
Eftir dr. Stefán Einarsson.
kkáldritin.
I.
Þegar Einar Hjörleifsson lét af ritstjórn Fjallkonunnar í
arslok 1906 til að helga sig ritstörfum, þá skorti eigi raddir,
er létu í ljósi efa um það, að mikið yrði úr þeim. Og satt að
Se§ja hafði hann þá ekki nýlega birt annað á prenti af skáld-
Sagnatæi en bókina Vestan hafs og austan (Rvík, ísafold, 1901)
nieð sögunum „Vonir“ (1888), „Litli-Hvammur“ (Ajaceio, 1897)
°§ ..Örðugasti hjallinn" (Rvik, 1898), auk nokkurra smásagna
1 Skírni og Eimreiðinni. Ástæðurnar til þess voru að vísu næg-
ar- í fyrsta lagi hafði blaðamenskan telcið mestan tíma hans,
1 öðru lagi hafði hann verið veill til heilsu, og það svo, að
Veturinn 1896—97 fór hann suður á Korsíku sér til heilsubótar,
°g þar skrifaði hann „Litla-Hvamm“.
En Einar sýndi brátt, að óttinn um framleiðslukraft hans
'ar ástæðulaus. Fyrst sendi hann frá sér sögusafnið Smæl-
inffjar (Winnipeg 1908) með sögunum „Góð boð“ (1901),
”pyrirgefning“ (1901), „Þurkur“ (1905), „Skilnaður“ (1906),
°g ..Vitlausa Gunna“ (1907). Sama ár kom skáldsagan Ofur-
' fli (Reykjavík 19081) og þrem árum siðar framhald hennar
(1911), en tveim árum eftir það smásögusafnið Frá ýms-
l,rn hliðum (1913) með sögunum „Á vegamótum“ (1908),
»Marjas“ (1908), „Vistaskifti“ (1908—’9), „Anderson“ (1913)
°§ »Óskin“ (1913).
Með því að efnið í þessum smásögum flestum er eldra en
efnið { stóni skáldsögunum Ofurefli — Gull, sem er samtíðar-
Saga úr Reykjavík, virðist rétt að taka þær til meðferðar fyrst.
Pr Þá líka gott að hafa í huga smásögurnar „Sveinn káti“ frá
1883 og „Brúin“ (Eimreiðin 1896), sem ekki voru prentaðar
uPp fyr en löngu síðar, í Sveitasögum 1923.
Ö Allar siðari sögur E. H. Kv. koma út í Rvík, og sleppi ég því að geta
Pess.