Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 50
282
ÞEGAR SKYLDAN BÝÐUR
EIMBEIÐIN
inn Hólavík, en suðurhlíð fjallsins nefnist Hólaskriður, og
þær voru að þessu sinni sá þröskuldur, sem lokaði leiðinm
inn til Straumfjarðar. Fjallið norðan vátans gengur þverhnýpt
í sjó fram. Inni undir dalbotninum er leiðin yfir það til
Djúpafjarðar, en fjallshlíðin hinum megin er líka brött og
hættuleg sökum snjóflóða.
í þessum litla dal var Eyþór og fólk hans nú innibyrgt. Niðn
á sléttlendinu sá hvergi á dökkan díl, en uppi í fjöllununi
glottu dökkar hamrabrúnir og klettagnípur, og fram af öll-
uin hjöllum og stöllum undan snjóáttinni héngu þungbúnar
hengjur, sem virtust tilbúnar að hrynja niður þá og þegar. Eu
kólgufullir skýjaklakkarnir vofðu yfir með hvassviðri
fannkomu.
Eyþór litaðist um. Hann var þungbúinn i bragði, eins og
þetta harðlega yfirbragð umhverfisins ætti sér hliðstæðu í s''1?
hans, og honum varð Ijóst, að engin veðrabrigði væru væntan-
leg fyrst um sinn. Hvað átti hann að taka til bragðs? Gat hann
nokkuð? Hann velti því fyrir sér án afláts. Auðvitað gat hann
ekkert og það var fyllilega afsakanlegt, þó að engar tilkynn-
ingar bærust frá vitanum eins og nú var ástatt. Samt hélt hann
áfram að spyrja sjálfan sig: — Hvað á ég að gera?
Og þessi spurning lét hann engan frið hafa allan dagiu11-
Einu sinni eða tvisvar gekk hann út í vitann og leit yfh' l):l
eyðileggingu, sem þar var orðin. Veðrið var heldur skárra en
undanfarna daga; að vísu geklc. á með éljum, en þau stóðu
skamt yfir, og birti allvel á milli. Smámsaman fór hann að
vona, að fært yrði yfir skriðurnar áður en langt liði.
Þegar leið að rökkri um daginn og tími var kominn til a^
kveikja á vitanum, leið Eyþóri ekki vel. Það var svo óvenju-
legt að fara ekki út í vitann um þetta levti, það var ömurlegh
líklega ills viti.
Hann hafði ekkert sérstakt fyrir stafni, því að gegningun-
urn hjá fénu var lokið og ekki mál að gefa kúnum ennþa-
Hann hélzt ekki við inni og varð að fara út. Þegar hann 'ar
kominn út, hélt hann áfram og ranglaði alla leið út að V*E
anum, fór inn og upp i ljósklefann. — Já, nú voru liðnar l-1
minútur fram yfir þann tíma, þegar vitinn átti að vera korn-
inn i gang. Skuggar kvöldrökkursins sigu yfir jafnt °o