Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 42
•>n
ULLARMÁLIÐ
EIMBEIÐlf*
lenda eigendur slikrar vöru, svo þetta var ekki fullsambæi'1'
legt við mál Svíanna. íslendingarnir bentu á að það verð, sem
Svíarnir hafi nefnt máli sínu til stuðnings, hafi ýmist verið a
einstökum brallsölum, og oftast talið í Ivaupmannahöfn, en
ekki í geymsluhúsum á íslandi, svo sem ull sú, er Svíar hafi
keypt. Lögðu þeir því fram mjög vandað fylgiskjal um verð-
lag á íslenzkri ull, bæði innanlands, með ótal fylgiskjölum
upplýsingum frá einstökum kaupmönnum og samvinnufélog'
um, ásamt áliti frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og fra
Verzlunarráðinu. Einnig var rannsakað nákvæmlega verðlagi®
á íslenzkri ull í Bretlandi og Bandaríkjunum, samkv. upplýsi®^'
um ræðismanna á þeim stöðum, sem verzlað var með ull fra
íslandi eða svipaðrar tegundar.
Var niðurstaðan á þessum rannsóknum, sem hljóta að bafa
kostað óhemju fyrirhöfn, að verð íslenzkrar ullar hafi verið
nijög sanngjarnlega ákveðið á 4 kr. tvípundið sumarið 191^’
að íslenzka ríkið hafi ekki grætt á því að taka ullina eigna1'
námi, og að þau 15%, sem greidd voru fram yfir matsvei’ð.
hafi verið liðlegheit og vinsemdarbragð, sem hafi hækkað
verðið um það mikið, að frekari greiðslur geti ekki komið til
mála.
Þessari vörn svaraði málafærslumaður Svíanna ekki fyrr en
nær ári síðar, í marz 1929. Mótmælir hann þar ýmsum atrið'
um í vörninni, en án þess að neitt nýtt komi þar fram. Var ÞV1
skjali svarað í maí 1929.
Starf sáttanefndarinnar. Kyntu nefndarmenn sér síðan na'
kvæmlega öll málsskjölin, og ritaði Koersner, hæstaréttardon1'
ari, síðan erindi upp á 40 síður, sem hann vill gera að uinræðu
grundvelli, er þeir hittust nefndarmennirnir.
Rannsakar hann þar nákvæmlega þjóðaréttarlega afstöðu
ríkja við eignarnámsgerð erlendra eigna og leggur fram ýmsa
dóina og umsagnir þjóðaréttarfræðinga um skaðabótaskyld11’
en hefur ekki fundið neitt alveg hliðstætt dæmi. Einnig bendi1
hann á það, til andsvara verðlagsrannsóknum varnarskjals
ins, að Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, eini maðurin ’
sem starfaði í matsnefndinni allan tímann meðan hún var '
líði, hafi sagt það í bók sinni: „Island under og efter Verdens
krigen“, er út kom árið 1928, að „þó menn hafi verið nvjög °a