Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 66
HÁSKÓLABÆRINN LUNDUR
eimreiðin
298
biskup Lundar, jók við hana og gat vígt háaltarið í grafhvelf-
ingunni, sem helgað var Jóhannesi skirara, þann 30. júní 1123.
Eftirmaður Askers, Eskil (Áskell) vígði svo dómkirkjuna 1
heild til heiðurs hins helga Lárents og Maríu meyjar 1. sept-
ember 1145. Turnarnir báðir vorn ekki fullbygðir fyrr en síð-
ustu ár Eskils eða fyrstu ár Absalons erkibiskups. Árið 1234
brann allmikið í kirkjnnni, en það var lagfært strax. í upp-
hafi 15. aldar var gert við hana undir stjórn hins fræga vest-
falska byggingameistara Adam van Dúren; hann gerði allniik-
inn hluta þeirra höggmynda, er við getum litið á, er inn kemur.
Og á árunum 1833—80 var gert aftur vandlega við kirkjuna
alla, sem þá var komin í mestu niðurlægingu vegna vanrækslu-
Því miður var þá höggið nærri ýmsum merkisstöðum kirkJ'
unnar, vegna þess að kröfur þeirra tíma til hreins stíls i ölm
ullu því, að þær skreytingar, er kirkjan hafði fengið eftir
kaþólskuna, voru teknar burt.
Við skulum líta lauslega á umbúnað dyranna, áður en við
göngum í kirkjuna sjálfa. Yfir þeim eru stórir steinbogar með
táknmyndum úr biblíunni, fagurlega gerðum af miklu hug-
myndaflugi.
Bezt er að koma inn í kirkjuna skömmu fyrir klukkan tólf
(eða eitt á helgidögum), til að geta séð hina frægu klukku sla-
Ivlukkan, sem stendur nú við vesturgafl nyrðra hliðarskipS'
ins, stóð i fyrstu við Maríualtari í syðra hliðarskipinu. — Þessi
miðaldaklukka, sem er sögð standa hinum frægu stjörnuúrum
í Lúbeck og Prag fyllilega á sporði, er sett upp á 14. öld. Hun
er samsett af tveim skifum, sem eru hvor upp af annari. Á neðn
skífunni, sem er almanak með dýrahringnum, er sýnt ár, iuan-
uður og dagur, en á efri skífunni er sýndur stjörnufræðilegm
tími. Milli þeirra er mynd af Maríu mey með sinn lúðraþeytai'
ann á hvorn veg. Þegar klukkan slær, sjáum við einn þessara
barnalegu sjónleika, sem miðaldirnar dáðu svo mjög. Tveu
riddarar efst á klukkunni ráðast saman og slá hvorn annan jafn-
mörg högg og klukkan slær. Lúðraþeytararnir lyfta lúðrun-
um, sálmurinn „In dulci jubilo“ hljómar frá orgelverki á bak
við, og vitringarnir þrír með þrjá þjóna sína ganga niðurlútu
framhjá Maríumyndinni.
Og siðan leggjum við af stað í lauslega rannsóknarför u®