Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 96
328
LISTAMAÐURINN OG FOSSINN
EIMREIÐlN
sinar eigin götur, hugsa sinar eigin hugsanir og lifa sínar fögru
stundir einn með sjálfum sér.
A hverjum degi næstu vikurnar grét hann, þegar honuiQ
var hugsað til þessa atburðar. Sumargleði hans var glötuð
um stund. En síðan greru þau sár í bráð. Hann fór aftur að
hafa meiri afskifti af fólki. Það gaf að vísu ekki annað í aðra
hönd en vonbrigði og bitra reynslu. Hið dulræna í hernsku
hans breyttist í kaldan veruleika. Mennirnir brugðust trausti
hans í stað þess að grös og steinar, vatnaniður og sál vindsins,
er blæs um engið, höfðu gefið honum það, sem hann hafði
aldrei vonast eftir og aldrei beðið um.
En hann mætti ekki allsstaðar andúð og kulda. Ungu stúlk-
urnar fóru að líta hýru auga þangað, sem hann var. Það stuðl-
aði að því, ásamt öðru fleiru, að safna glóðum elds að höfði
listamannsins unga við gilið frá hálfu jafnaldranna, sem lu*11
í lægra haldi í samkepninni um hylli meyjanna í dalnuin.
Þetta gaf honum aukið sjálfstraust. Hann þroskaðist í l>st
sinni, sem fékk nýjan blæ og meiri hita en nokkru sinni f5'rr-
Hann fór að mála með sömu litum, er sveipa fjöllin eftir nátt-
málin og syngja með tónum þrastarins í laufguðum birkiskogi-
List hans varð eins og sólskin, sem varpar ljóma á alt og gefur
öllu líf. Hann kunni að segja æfintýri, sem enginn hafði heyr
áður, klæða þau í búning vornæturinnar og blása í þau lífi titr'
andi móðu yfir gullnum vötnum.
Hann óx dag frá degi og' náði auknum þroska, einnig líkaiU'
lega, fékk hvelft hrjóst og breiðar herðar, liðað hár og fagur'
blá augu. Röddin var hrein og djúp. Heilladísirnar höfðu verið
örlátar í gjöfum sínum til listamannsins unga. Hann var
sterkur sem risi, fagur sem Appolló og góður sem Franz fra
Assisi. Hann vissi og skildi miklu fleira en nokkur annar 1
dalnum. Ihigu stúlkurnar dáðust að honum, guðirnir elskuðu
hann ....
Var ekki hamingjan sjálf komin og leiddi hann sér við hön
inn í konungsríki Iistarinnar? Var hann ekki óskasonur henn
ar, fæddur til þess að vera leiðarljós og merkisberi fjöldans,
sem þráir fegurra og fullkomnara líf? Til alls þessa skoit>r
hann ekki nema eitt. Hann á ekki samleið með öðrum niönn
um. Ef til vill fer hann á undan þeim. Ef til vill fer hann ein