Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 64
296
HÁSKÓLABÆRINX LUNDUR
eimreiðis
hinn eiginlegi blómatími hans. Á nítjándu öldinni hafa aukin
verzlun og iðnaður og bættar samgöngur aukið mjög hina
fjárhagslegu velgengni Lundar. Og nú i dag eru þar 86 verk-
smiðjur og iðnfyrirtæki með rúmlega 2000 verkamönnurn.
íbúatalan við síðustu áramót var 27000, en fjöldi stúdent-
anna 3000.
Við skulum nú gera okkur í hugarlund, að við hefðum sigh
yfir „hið ólma heimshaf“ og síðan þotið með járnbrautar-
lestinni til þessarar sögufrægu Aþenu Skánar til að festa í
okkur nokkrar myndir úr fegurð hennar og lífi. Helzt ætti það
að vera hinn bjartari hluta ársins, á tímabilinu frá maí, þegar
kastaníur, sýrenur og gullregn eru alsett draumfögrum blóm-
um i öllum gömlu trjágörðunum, sem enn eru alstaðar inilli
lágra húsa og veikbygðra girðinga, og þegar stúdentarnir setja
enn svip sinn á allar hreyfingar borgarinnar, — og til septein-
bermánaðar, þegar rósagerðin, sem eru svo einkennandi fyrir
Skán, blika rauð og fögur við hin sérstæðu hús, og eikur og
linditré Lundargarðs standa með gullnum litbrigðum í bjartri
og heiðri birtu síðsumardagsins. Við göngum út um austur-
dyr járnbrautarinnar og komum út á Brautartorgið, sem hin
heljarstóra höll Grand Hótels gnæfir yfir með fornlegum Pe'
pardo-turnunum. Hinum megin járnbrautarinnar er rauð tígul-
steinakirkja með stafnlaga kór, sem sumir vilja líkja við stafn-
inn á skipi trúarinnar, er höggvi gegn ósjóum trúleysis á
milli skerja efasemdanna, sem háskólabærinn er eðlilega fullur
aí. Þetta er Sankt Petri Klosterkyrka, í daglegu tali aðeins nefnd
klausturkirkjan. Leifar hins forna klausturs, sem nú er notað
sem grafhýsi og skrúðhús, eru áfastar við hana. Inni í liirkj'
unni,, sem er mjög hátíðleg, er skirnarfontur og bænastóll
fagurlega skreytt.
Nú höldum við austur eftir Klausturgötunni áleiðis til dóm-
kirkjunnar, sem teygir gráan tvíturninn upp yfir þök fjærstu
húsanna. Klausturgatan, sem alment er nefnd „Bullis“ (Boule-
vard), er ein aðalverzlunargata borgarinnar. Vinstra megiu
A’ið hana austanverða er „Hákanssons“ — hið vinsæla stú-
dentakaffihús, sem leikur hér um bil sama hlutverk í háskóla-
lífi Lundar og torgið í Aþenu fornaldarinnar. Þar sitja stu-
dentar úr ýmsum deildum háskólans í gráum hægindastóluiu