Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 24
HHUN
eimreiðin
'25G
drekti sér í nótt, sem leið. Líkið fanst i morgun. Ástæður
ókunnar.“
Umhverfið rennur i ótiltæka móðu, litlausa þoku, er hnígur sein
liöfgi á þreytta skynjun. Það er eins og að horfa sljóvguðum auguW
í logndrifu norræns vetrar. Langt undan sýður brimið á skerjum-
Kotsvartur fugl klýfur grámóskuvegginn. Annars er alt dautt.
Samvizkubit? Nei, aðeins skuggarnir, sem falla milli hins raun-
verulega og ímyndaða ásækja liann. Það er eins og hann hafi verið
hrifinn ósýnilegum höndum og varpað í tómið, hann sé að drukna
i engu.
Hann á einskis annars úrkosta en fylgja félögunum. í leiðslu stígur
hann leikpallinn, stillir fiðluna sina og lítur yfir salinn. Allsstaðar
brosa við honum þessi djöfullegu andlit. Það fer hrollur um liann,
eins og hann stæði andspænis heilum vegg, máluðum af Goya.
En hann spilar. Hann verður að spila.
Titrandi, náköldum fingrum strýkur hann strengina boganum.
Andspænis honum situr drukkin unglingsstúlka og syngur hásn
röddu: „Ekkert mun okkur skilja
um eilifð, big og mig.
Þótt ár líði i óminnissæinn,
ég elska, elska big.“
Hinum megin standa piltur og stúlka. Stúlkan heldur utan u111
liann, og liann beygir sig yfir hana.
— Kystu mig!
— o! K.
Titrandi, náköldum, aflvana fingrum lemur hann strengina bog'
anum. Loks er lagið á enda. Dansfólkið klappar og öskrar.
— Capo! .... Capo! ....
Hann fleygir fiðlunni og grípur saxofóninn.
— Ég spila ekki þennan þvætting aftur.
— Hvað gengur að þér, maður? Hvað þá?
— I am a little devil dancing.
— O. K.
Svo sekkur alt í bjarmarökkur. Aðeins rautt skinið leikur á sveitt
um, æðisgengnum andlitum. Það er eins og borg, sem er að brenna,
en i logunum dansa ibúarnir og lilæja af sorg.
Saxofónninn grætur gegnum kliðinn.
í sprengþöndum hlustum ískrar korrandi, skerandi söngur:
„Tliousand devils daneing,
dancing mad in hell ...“
Saxofónninn grætur ....
hærra ....
hraðar ....
liraðar ....