Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 82
3U
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
EIMREIÐIN
en karl skellir við því skolleyrunum. Svo leggur skipið á veiðar
— og ferst með allri áhöfn.1) Þetta ríður þeim gamla að fullu,
hann deyr sem iðrandi syndari, en presturinn ber sigur af
hólmi.
Inn í þessa umgerð eru persónulýsingar sögunnar lagðar.
Sagan er full af þeim, og þeirn góðum. Smælingjana kannast
menn við úr smásögunum. En presturinn, yfirdómarinn, fi'u
hans og dóttir eru nýtt fólk. Það er hinn mentaði aðall borg-
arastéttarinnar, fólk hinna nýju hugsjóna. Góðviljað vitsmuna-
fólk. Merkilegri mannlýsingar eru samt andstæðingar þeirra:
Þorbjörn gamli, hin fjöruga ráðskona hans og gamla prests-
ekkjan, sem er lífið og sálin í Guðræknisfélaginu. Allar þessar
persónur eru í þróun og taka sinnaskiftum áður en bókin er
öll. Gamli Þorbjörn deyr sæll í trúnni á ráðskonuna sína, sem
fer á undan honum inn á eilifðarlandið. En hún hefur löngu
áður iðrast léttúðar sinnar í æsku og helgað líf sitt hjúkrun
sjúkra. Einna örðugust verða sinnaskiftin hinni gamaltrúuðu
prestsekkju. Úrslitastund í lífi hennar verður það, er hun
fréttir um druknun hins slarkgefna sonar síns. Hún getur ekki
hugsað sér hann á neinum öðrum stað en í helvíti. Frá þessari
ægilegu hugsun leysir presturinn hana með æfintýrinu ulU
guð, sem fyrirgefur alt, er í allri farsældarleit mannanna og 1
allri sorg þeirra, jafnvel í öllum syndum þeirra. •
Ekkert er eins einkennandi fyrir Einar eins og þessi sinna-
skifti söguþrjóta hans. Hann hefur sjálfur sagt svo frá, að per'
sónurnar verði stundum allar aðrar en hann hefði í upphaú
ætlað þeim: „Það er eins og þetta hafi lotið einhverjuni 1°»'
málum, sem mér eru ekki fyllilega ljós. Eitt veit ég samt, sem
hefur haft áhrif í þessu efni. Þegar ég hef farið að reyna að
brjóta það til mergjar, sem fyrir mér hefur vakað, hefur mer
að jafnaði ekki fundist svara lcostnaði að fást við þær Per'
sónur, sem ég hef ekki haft samúð með frá einhverri hlið-
Þess vegna varð Lénharður öðruvisi en hann var upphafle»a
hugsaður; Þorbjörn í Ofurefli og Gulli líka; og svo m ulU
fleiri, t. d. frú Hardal í Sögum Rannveigar.“ -)
1) Um jagta-útgerS Tryggva Gunnarssonar og slysfarirnar 6. apr.
sjá SéS og lifaS, l>ls. 398.
2) Bréf 24. sept. 1932.