Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 103
EiMHEIDIN
HAMFARIR í THIBET
:i35
þegar einn förunauta minna hafði virt manninn fyrir sér
Uni hrið í kíkinum, tautaði hann fyrir munni sér:
>,Lama Inng-gom-pa chig da“ (það lítur út fyrir að vera
l"ma hing-gom-pa).
Orðin „lama lung-gom-pa“ vöktu undireins athygli mína
°g áhuga. Ég hafði heyrt ýmislegt um afrek þessara manna
°g var kunnug þjálfunar-aðferðum þeirra. Sjálf hafði ég meira
að segja dálitla reynslu i æfingunum, en ég hafði aldrei séð
uieistara í lung-gom fara hinum undursamlegu hamförum,
Sem eru svo mikið umtöluð fyrirbrigði i Thibet. Gat það verið,
uð ég ætlaði að verða svo heppin að sjá þarna sjálf eitt slíkt
fyrirbrigði?
Maðuri nn nálgaðist óðfluga, og eftir því sem hann kom nær,
sast enn betur hve hraðinn var mikill. Hvað átti ég að gera, ef
þetta var lung-gom-pa í raun og veru? Ég þurl'ti að fá hann
að koma til mín og athuga hann nákvæmlega. Eg þurfti
helzt að geta talað við hann, lagt fyrir hann spurningar og
Ijósmyndað hann. . .. Ég þurfti svo margt að gera. En undir
eins og ég mintist á þetta við förunauta mína, sagði sá, sem
Þekt hafði þarna lung-gom-pa:
..Þér megið ekki, göfuga frú, stöðva manninn eða tala við
hnnn. Það mundi áreiðanlega drepa hann. Það má ekki trufla
hugareinbeitingu þessara helgu manna, þegar þeir ferðast á
Þennan hátt. Guðinn, sem hefur tekið sér bólfestu í þeim, slepp-
llr burt, ef þeir hætta að endurtaka töfraþulurnar, og ef hann
sleppur áður en rétti tíminn er kominn, lýstur hann þá, svo
þeir deyja.“
Mér fanst þetta sannast að segja helber hjátrú. En þó gat
ekki haft aðvörun förunauts míns algerlega að engu. Ég
bekti svo mikið til „tækni“ þessa fyrirbrigðis, að ég vissi að
maðurinn gekk í einskonar dásvefni. Þess vegna gat það haft
skaðleg áhrif á taugakerfi hans að vekja hann snögglega, þó
að ég hinsvegar efaðist um að það gæti orsakað dauða hans.
Én ég vildi ekki verða völd að slysi og hafði einnig aðrar gildar
ústæður til að láta ekki undan forvitni minni. Thibetbúar höfðu
^iðurkent mig sem kvenprest þeirra trúarbragða, sem þeir ját-
uðu, og vissu að ég játaði Búddhatrú eins og þeir. Þeir gátu
hinsvegar ekki gert sér grein fyrir þeim mun, sem var á milli