Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 78
310
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðiN
réttara sagt, einmitt þess vegna á hún sér enga afsökun, enda
segir Þórður gamli henni hræsnislaust, að hún fari til helvítis.
Svipurinn með Þorbjörgu í „Kærleiksheimili“ Gests er ótví-
ræður, — eins og líka má sjá svip með Jóni bónda hennar og
Jóni í „Uppreistinni á Brekku“. Er auðséð að á engu hafa þeir
realistarnir haft jafnmikla skönnn og á þessum hræsnisfullu.
guðhræddu og grimmu kerlingum, sem hætt er við að ekki hafi
verið með öllu sjaldgæfar á uppvaxtarárum þeirra, sjötta og
sjöunda tug aldarinnar. Einar tók þeim fyrst tak í sögunni
„Upp og niður“. Síðust af þessum „heiðursmaddömum“ í sniá-
sögum hans er Ólöf gamla í sögunni „Fyrirgefning“, en þá er
Einar kominn svo langt á þroskabraut sinni til mildi kristn-
innar, að hann dæmir hana ekki, heldur lætur smælingjann
fyrirgefa henni.
Oftast er synda-selunum eða söguþrjótunum lýst án þess að
hlut þeirra sé hallað. Stundum eru þeir nær því eins lausir við
ábyrgð og ótíðin og veikindin í sögunni af Þórði gamla („Þurk-
ur“). Enginn getur sakað Ameríkufarann („Skilnaður"), °$
stúlkan í „Vonir“ er tæplega léttúðugri en æskan yfirleitt-
Svipaðar málsbætur hefur Ásgeir stúdent í „Örðugasti hjallinn“>
og jafnvel gamli Sveinbjörn í „Litla-Hvammi“, — eins og
meinhornið Arnljótur í „Altaf að tapa“ síðar: þeir eru galki-
gripir, en alls ekki illmenni.
Þegar að er gáð, má vel rekja þroskabraut Einars i þessum
smásögum frá einstaklingshyggju, ádeilu-hug og efnishyggj11
realismans til bræðralags-, sjálfsafneilunar-, fyrirgefningar- °g
ódauðleikatrúar kristindómsins.
Ef Einar hefur nokkurntíma fylgt formála natúralistanna
um að sýna brot af lífinu gegnum gleraugu slcapsmuna sinna,
þá hefur hann gert það í „Vonum“ og „Þurki“. Ágætt dænn
um einstaklingshyggju og hamingjukröfur realismans el
„Sveinn káti“, sem heldur vill hafa lifað ærlega einu sinni og
fara svo á sveitina, heldur en að vera alla sína daga einS
og hundur, — þó það sé viturt dýr. Ádeilan er ber í „Brúnni',
sem afturhalds-karlinn vill hvorki sjá né heyra, fyr en honum
skilst, að það geti staðið á lífi dóttur sinnar. Jafnaugljós el
ádeilan í „Vitlausa-Gunna“ og „Vistaskifti“ og enn kennir
hennar í „Litli-Hvammur“ þótt þungamiðjan þar sé kannske