Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 37
KIMREIÐIN
ULLARMÁLIÐ
269
Sakargiftir Svía. Til fljótara yfirlits skulu hér taldar salvar-
Siftir hins sænska málafærslumanns og svar íslendinganna við
hverri þeirra:
h Að íslenzka stjórnin hafi ekki verið í þvílíkri vandræða
aðstöðu, að það framferði væri réttlætanlegt samkvæmt
þjóðarétti, að eignir útlendinga væru teknar eignarnámi.
Það er að jafnaði talið eitt af fullveldiseinkennum ríkja, að
hau ákveði sjálf um nauðsyn lagasetningar. En svo sem áður
er getið kvaðst sænska stjórnin ekki vilja neita því, að ís-
lenzka stjórnin hafi haft fulla heimild til að taka ullina eign-
arnámi. Stóð málið því ekki um þetta atriði, heldur um skaða-
haeturnar, sem af þeim verknaði kynnu að hljótast.
2. Að vissir ullarslattar hafi verið undanteknir eignarnámi,
svo að eigendum þeirra hafi ranglega verið hyglað og þeir
fengið hlunnindi, sem sænskir ullareigendur hafi ekki
orðið aðnjótandi.
hess hefur áður verið getið, að þýzk firmu áttu 68,5 tonn
al ull á íslandi, og fékst undantekning frá að gera þau upptæk.
h>anska stjórnin átti 60 tonn, sem einnig voru undanþegin í
Verzlunarsamningunum við Breta, og útflutningur hafði verið
leyfður á. Auk þess átti danska stjórnin 210 tonn af ull, sem
hún reyndi að fá Bretastjórn til að gefa laus, þegar eftir samn-
^ngsgerðina, en fékk afsvar. Til þess að baka íslenzku stjórn-
lnni engin óþægindi, leyfði hún henni að yfirtaka þessa ull, án
Þess að taka hana formlega eignarnámi. Áður en yfirtaka fór
fram var gert vopnahlé, og samdi þá danska stjórnin um það
v>ð Breta að fá þessa ull aftur gegn einhverjum skilyrðum.
^ut þetta atriði því varla talist saknæmt.
ÁTæsta atriðið var miklu veigameira:
'1- Að eignarnámsgerðin hafi ekki farið formlega fram, eða
að lögum.
hessu atriði til stuðnings benti hinn sænski málafærslu-
maður á það, að samkvæmt hinum almennu lögum um fram-
kvæmd eignarnáms frá 14. nóv. 1917, er ákveðið í þriðju grein:
’Alatsmenn skulu með hæfilegum fyrirvara bjóða þeim, sem
hlut eiga að máli, að vera viðstaddir gerðina. Má gera það í
ahyrgðarbréfi eða á annan hátt, svo að sanna megi að birting
hafi farið fram. Gefinn skal aðiljum kostur á að skýra mál sitt,