Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 46
278
ÞEGAR SKYLDAN I5ÝÐUR
EIMRBIÐI*'1
hann vaknaði svona um hánóttina, þá 'sássi hann af 12 ára
reynslu, sem varð óbrigðulli með hverju ári sem leið, að
komið var mál fyrir hann að fara á fætur og gá að vitanum-
Hann þurfti ekki einu sinni að gæta á klukkuna. Hann fór
liljóðlega fram úr rúminu og klæddi sig í myrkrinu. Svo gekk
hann fram úr herberginu, frain í eldhúsið, kveikti þar á litlunr
lampa og Iauk við að búa sig.
Frammi í bæjardyrunum lá svartkjömmóttur hundur. Hann
reis upp, teygði sig og geispaði, þegar hann sá ljósið. Hann
var líka vanur að vakna um þetta leyti og fylgja húsbónda
sínum út í myrkrið. Og eftir að Evþór opnaði bæjardyrnai
stóðu þeir báðir dálitla stund og skygndust út, áður en þeir
héldu af stað. Kófgusurnar þeyttust án afláts fyrir bæjarhornið,
dimt var i lofti og hríðarhraglandi. Svo óðu þeir snjóinn
niður túnið og út eftir bökkunum í áttina til vitans. Það var
niðamyrkur og snjórinn hafði jafnað allar mishæðir á leiðinnu
en Eyþór var svo kunnugur, að hann hefði getað farið þetta
blindandi. Hverja einustu nótt — milli miðnættis og óttu -
frá haustnóttum og fram á útmánuði þurfti hann að fara þessa
leið til að gá að vitanum, og öll þessi ár, sem hann var búinn
að vera i Hólavík, hafði hann aldrei verið nótt að heiman um
það leyti árs.
Hólanesvitinn stendur á dálitlum höfða, sem skagar frain 1
hafið. Neðan undir lionum svarrar sjórinn við stórgrýttar urðu
og brimsorfna kletta. Það er 8 metra hár steinturn, ferstrend-
ur að lögun og hvítur að lit með rauða rönd um sig miðjam
og sendir frá sér hvítt leiftur tólf sinnum á mínútu. Ofan a
steinstöplinum stendur sívalur, toppmyndaður klefi úr jarn'
plötum. Þar uppi logar ljósið og leiftrar út um stóra glug»a’
sem eru á veggjunum hér um bil alt í kring.
Eyþór opnaði vitadyrnar og gekk inn, þreifaði fyrir sér 1
myrkrinu þangað til hann fann stigann upp í ljósklefann. Inn
an skamms var liann kominn þangað upp. Tilbreytingarlaust
og hljóðlegt ganghljóð vélarinnar, sem snéri ljósltrónu vitans,
ómaði i evrum hans. Hann stöðvaði vélina, ljóskrónan hæg^1
á sér, hætti að snúast, og geislarnir frá ljósinu teygðust eins
og langir armar út í myrkrið. Síðan opnaði hann ljóskrónun*
og bætti oliu á lampann, sem logaði inni í henni, hleypti s'