Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1938, Page 46

Eimreiðin - 01.07.1938, Page 46
278 ÞEGAR SKYLDAN I5ÝÐUR EIMRBIÐI*'1 hann vaknaði svona um hánóttina, þá 'sássi hann af 12 ára reynslu, sem varð óbrigðulli með hverju ári sem leið, að komið var mál fyrir hann að fara á fætur og gá að vitanum- Hann þurfti ekki einu sinni að gæta á klukkuna. Hann fór liljóðlega fram úr rúminu og klæddi sig í myrkrinu. Svo gekk hann fram úr herberginu, frain í eldhúsið, kveikti þar á litlunr lampa og Iauk við að búa sig. Frammi í bæjardyrunum lá svartkjömmóttur hundur. Hann reis upp, teygði sig og geispaði, þegar hann sá ljósið. Hann var líka vanur að vakna um þetta leyti og fylgja húsbónda sínum út í myrkrið. Og eftir að Evþór opnaði bæjardyrnai stóðu þeir báðir dálitla stund og skygndust út, áður en þeir héldu af stað. Kófgusurnar þeyttust án afláts fyrir bæjarhornið, dimt var i lofti og hríðarhraglandi. Svo óðu þeir snjóinn niður túnið og út eftir bökkunum í áttina til vitans. Það var niðamyrkur og snjórinn hafði jafnað allar mishæðir á leiðinnu en Eyþór var svo kunnugur, að hann hefði getað farið þetta blindandi. Hverja einustu nótt — milli miðnættis og óttu - frá haustnóttum og fram á útmánuði þurfti hann að fara þessa leið til að gá að vitanum, og öll þessi ár, sem hann var búinn að vera i Hólavík, hafði hann aldrei verið nótt að heiman um það leyti árs. Hólanesvitinn stendur á dálitlum höfða, sem skagar frain 1 hafið. Neðan undir lionum svarrar sjórinn við stórgrýttar urðu og brimsorfna kletta. Það er 8 metra hár steinturn, ferstrend- ur að lögun og hvítur að lit með rauða rönd um sig miðjam og sendir frá sér hvítt leiftur tólf sinnum á mínútu. Ofan a steinstöplinum stendur sívalur, toppmyndaður klefi úr jarn' plötum. Þar uppi logar ljósið og leiftrar út um stóra glug»a’ sem eru á veggjunum hér um bil alt í kring. Eyþór opnaði vitadyrnar og gekk inn, þreifaði fyrir sér 1 myrkrinu þangað til hann fann stigann upp í ljósklefann. Inn an skamms var liann kominn þangað upp. Tilbreytingarlaust og hljóðlegt ganghljóð vélarinnar, sem snéri ljósltrónu vitans, ómaði i evrum hans. Hann stöðvaði vélina, ljóskrónan hæg^1 á sér, hætti að snúast, og geislarnir frá ljósinu teygðust eins og langir armar út í myrkrið. Síðan opnaði hann ljóskrónun* og bætti oliu á lampann, sem logaði inni í henni, hleypti s'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.