Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 52
284
ÞEGAR SKYLDAN BÝÐUR
eimbeiðin
inni, og þegar hann hafði ráðið það með sér, hætti hann uni
stund, til að geta skroppið heim.
— Pabbi er búinn að gera við vitann, sögðu börnin, þegar þau
sáu ljósið, en húsfreyjan lét sér fátt um finnast, þegar Eyþ°r
sagði henni, að hann ætlaði að vera í vitanum fram eftir nótt-
inni og snúa ljóskrónunni.
— Er þetta nú nauðsynlegt? sagði hún. — Hver getur ®tl-
ast til að þú standir þarna og vakir yfir þessu?
— Ja, það veit ég nú ekki, en ekki langar mig til þess, að
eitthvert skipið rekist hingað upp í brimgarðinn í nótt.
Húsfreyjan þagði við.
— Það er annað þegar búið verður að auglýsa þetta og til-
kynna það í símanum og loftskeytunum. Þá þarf enginn að
treysta á vitann hérna lengur.
—■ Það er nú líklega eldvert nálægt því, að þú náir í siniann
núna. Maður hefði þá lildega reynt að spyrjast fyrir um dreng'
inn ekki síður. ... Og ætlar þú að standa á hverri nóttu
(f
snúa vitanum með höndunum, þangað til þú nærð í síniann-
—- Koma dagar og koma ráð, kona góð, sagði Eyþór. — En ef
ekki bætir á í nótt, vona ég að óhætt verði að fara á morgun-
— Heldurðu það?
Hæðnishreimurinn var horfinn úr málrómi húsfrej'junn-
ar. Hún fann, að nú stóð hún andspænis einu af þessu alvar-
lega og tvísjma, sem lifsbaráttan í Hólavik átti svo mikið af-
Eyþór hélt áfram: — Ég ætla að vita, hvort ég get ekki náð i
ísak í Tjaldanesi á beitarhúsunum. Ef það tekst þarf ég ekki
lengra, því að hann tekur áreiðanlega \úð skeytinu hjá mer>
og þá getur hann líka látið spyrjast fyrir um strákinn norður a
Djúpafirði og komið orðum til hans. Ég ætti að geta konúst
heim aftur fyrir myrkrið.
Svo klæddist Eyþór eins og tök voru á, fór aftur út í vitann,
og hin langa og örðuga næturvaka byrjaði. Hann stóð
snéri vitanum eins og áður, með úrið fyrir framan sig.
sótti bæði á hann svefn og þreyta. Hann reyndi að skifta uW
tök hvað eftir annað til hvíldar, að standa á allan mögulegan
hátt og lika að sitja, og næturstundirnar sigu áfram svo hægf
og seint —- svo ótrúlega hægt, svo drepandi seint. Hann þurfti
að taka á allri sinni þolinmæði og öllu sínu þreki, og voru