Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 88
320
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimbbiðin
árum hans, kemur við í kvennaskólanum gamla undir stjórn
hinnar ströngu og velsæmisríku „haustsálar“, frú Hardal
(sbr. frú Þóru Melsted), en endar í Kaupmannahöfn meðal
íslenzkra kaupsýslumanna og spekúlanta stríðsáranna. Sögu-
hetjan, talsmaður fyrirgefningarinnar, er hér konan Rann-
veig, gæfumaðurinn er Valdi, glanninn, sem alt tekst, en sögu-
Jorjóturinn Kaldal.
Viðhorfin eru eins, efnismeðferð svipuð og áður, einkum
minnir Valdi kannske á Anderson.
Engin breyting verður heldur á því í smásögum þeim, er
Einar gaf út 1923: Sveitasögur, þeim sem nýjar voru, en þR®
voru „Sigríður á Bústöðum“ og „Móri“; „Alt af að tapa“,
skopsaga um barlóm bændanna á stríðsárunum hafði koniið
út (í Iðunni) 1916. „Móri“ fjallar um íslenzka drauga í ljósi
spíritismans, leggur Einar til að menn láti náungans-kærleik
kristninnar ná til þeirra. En „Sigríður á Bústöðum“ ræðir uffl
baráttuna, sem íslenzk sveit og útlend verkmenning heyja uin
sálir manna, og um þann sannleik, sem hann hafði vikið að
úður í ýmsum verkum sínum, að æðsta hlutverk konunnar
sé að standa sem verndar- og hjálpar-andi við hlið mannsins
(sbr. Sigjm í Sálin vaknar, Syndir annara og víðar). Þetta er
•ein af merkari sögum Einars. Síðustu smásögurnar, sem birzt
hafa eftir Einar, voru sagan Reykur (Eimreiðin 1928) °o
Hallgrímur (Eimreiðin 1929).
1 tveim síðustu verkum Einars kveður við nokkuð annan
•og harðari tón, en í öðrum verkum hins síðasta tímabils, þótt
lífsskoðunin sé óbreytt. Þetta eru leikritin Hallsteinn og Dórd
1931 og skáldsagan Gæfumaður 1933.
Hallsteinn og Dóra er enn eitt dæmi um það hvernig kon-
an hjargar manninum, þótt ekki sé fyr en í öðru lífi. Hin
skörpu skifti ljóss og skugga í leikritinu eru sennilega að
kenna áhrifum frá kjarnsæisstefnunni. Annars lýsir Einar
Hallsteini svo ómjúklega, að manni kemur helzt til hugar að
liér sé hann síður að skilja og fyrirgefa en að bregða upp myn(i
af sjálfselskunni til viðvörunar þverbrotinni samtíð.
Og sú hugsun styrkist við lestur Gæfumanns. Hann er
sörnu tegund og þeir Anderson, læknirinn og Valdi. Eins og
Valda er honum nokkur hætta búin af Mammoni. Söguþrjót-