Eimreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 62
294
HÁSKÓLABÆRINN LUNDUR
EIMREIÐIÍ*
trjákrónum Lundargarðs, verða fyrir áhrifum þeirrar sérstöku
stemningar, er heyrir til árafjölda háskólaæskunnar og ein-
kennist af einbeitingu vitsins, gamni, glensi og stúdentasöngv-
um og -siðum. Og sumir koma ef til vill til að minnast með
angurblíðu sinna horfnu æskudaga og líta hópa þeirrar æsku,
er á að stjórna Svíþjóð framtíðarinnar. En Lundur er ekki
aðeins borg æsku og framtíðar, heldur líka staður hins liðna,
er talar skýru máli hinna fornu ibúa þar í tæp þúsund ár.
Þegar gengið er þar um götur og garða, stínga öðru hvoru upp
kollinum í huga manns myndir úr „höfuðborg Norðurlanda
með tuttugu og tveim kirkjum og sjö klaustrum, og dómkirkj-
unni frægu, sem gnæfir voldug og sterk yfir hin lágu hús hins
óbreytta fólks borgarinnar.
Lundur er ekki kendur við heiðinn fórnarlund, eins og
margir álitu áður fyrr. Sú borg, er eitt sinn óx hægt upp úr
litlu þorpi á krossgötum spottakorn frá sjó, í sæmilegu örygg1
fyrir víkingum, átti að verða samsvarandi hinum brezku
Lundúnum, og var því nefnd eftir þeim. Knútur mikli, seiu
lagði England undir sig, bjó yl'ir merkum hugmyndum: Hann
ætlaði að gera Danmörku og England að tveim jafn réttháum
ríkjum í einu og sama konungsríki. Og þar eð England var
komið á hærra menningarstig, sendi hann duglega iðnaðar-
menn frá Lundúnum til Lundar; liann lét þá reisa þar kirkju,
setti þangað biskup og hóf þar myntslátt. A nokkrum pening-
um, sem fundist hafa í jörðu í Lundi, stendur „Lund Dene-
mac“, líklega til að skilja á milli hinna brezku og dönsku
Lundúna.
Knútur helg'i er næsta merldsnafnið í sögu Lundar. Hann
tók við ríkjum í Danmörku árið 1080 og lét byrja á bygging11
hinnar núverandi dómkirkju, af þvi að Norðurlönd voru orðm
sjálfstætt erkibiskupsdæmi með Lundi sem höfuðborg. Knútur
setti lika á stofn skóla, sem heyrði undir Ágústínaklaustur
dómkirkjunnar og var sá fyrsti sinnar tegundar á Norður-
löndum. Enn í dag ber aðal-mentaskólinn i Lundi nafnið Dom-
kirkjuskólinn. Allar miðaldirnar var Lundur voldug borg
aðsetursstaður erkibiskupsins, sem jafnframt var æðsti biskup
Svíþjóðar. Borgarbúar lifðu af akuryrkju og verzlun og vinnu
við kirkjuna og liirð biskupsins, sem stóð ætíð fyrir hinum