Eimreiðin - 01.04.1939, Page 32
eimreiðin
Nýtt stórveldi í vændum?
Hinar sífeldu skærur milli Gyí5inga og Araba í Palestínu
eru einn af mörgum vottum þess vaxandi þróttar, sem ara-
biski kynstofninn víðsvegar um lönd á yfir að ráða. Arabar
í Palestínu hafa hvorki viljað láta hlut sinn fyrir Gyðingum
né sjálfu brezka heimsveldinu. Og svo er það hvarvetna, að
sjálfstæðiskröfur Araba fara vaxandi. Draumur Araba er að
skapa stórt og voldugt arabiskt ríki og hefja hinn mikla ara-
hiska kynstofn til nýrrar frægðar og valda. Alríkisstefnu Araba
(Pan-Arabism) eykst stöðugt fylgi. Lönd þau, þar sem Arabar
eru fjölmennasti þjóðflokkurinn og arabisk tunga ráðandi,
eru þessi. íbúatala íbúatala
Franska Marokko . 5 000 000
Spánska Marokko . 800 000
Algier............. 7 500 000
Túnis ............ 2 500 000
Libya ............ 750 000
Egyptaland ....... 15 000 000
Saudi-Arabía .... 5 000 000
Iraq .............. 3 000 000
Yemen ............ 2 500 000
Sýrland ......... 1 750 000
Lebanon ............ 900 000
Palestína ....... 1500 000
Transjórdanía .... 300 000
Kuweit .............. 50 000
Bahreineyjar ..... 120 000
Trucial og Oatar . 150 000
Ornan .............. 500 000
Aden .............. 500 000
Öll þessi lönd til samans, þar sem arabisk tunga og siðir
eru mestu ráðandi og Arabar langfjölmennasti kynflokkur-
inn, hafa alt að 50 milj. íbúa. Ef foringjum Araba tækist að
sameina alla Araba í eina samtaka heild, mundi arabiska al-
rikisstefnan komast i framkvæmd og nýtt arabiskt ríki bæt-
ast í hóp stórvelda heimsins.
Einna áhrifamestir brautryðjendur alríkisstefnunnar ara-
bisku uin þessar mundir eru þeir taldir hans hátign Abdullah,
emír yfir Transjordaníu, Amin al Hussini, áður stórmufti
i Jerúsalem, Ibn Saud, konungur í Hedjaz og Fauzy KaukjV,
þjóðhetja Araha og að því er sumir telja gainall samverka-
maður Arabiu-Lawrence, sem bezt allra brezkra manna barðist
fyrir sjálfstæði Araba og réttindum, meðan hans naut við.