Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1939, Side 36

Eimreiðin - 01.04.1939, Side 36
148 MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA EIMREIÐIN inngangsorð að hinu víðtæka riti, er lýsir stefnum og straum- um í skáldskap Dana, skrifar hann fyrst dálitla bók um alþýðu- skáldið Thomas Olesen Lökken, sem lifað hefur kyrlátu lifi í heimahögunum og samið verk sín um hið óbrotna líf þar. Með þessari bók lýsir Bukdahl þeim skáldskap, sem er átthaga- bundinn, en sem þrátt fyrir það nærist af andlegum straum- urn víðsvegar frá. Þess háttar skáldskapur er á vissan hátt tjáning þjóðareðlisins, og ritdómur Bukdahls miðar að því að gera grein fyrir uppsprettum þess í hjarta skáldsins. Eftir þessa bók tekur Bukdahl fyrir alvöru að viða að sér efninu til hins fyrirhugaða rits. í andlegum skilningi gerist hann nú skógarhöggsmaður og safnar smáum og stórum trjám, blómstrandi beykistofnum og mosavöxnum drumbum, sem hann hleður af kesti mikla. Meðan á starfinu stendur brýzt af og til fram eldur í timbrinu, eldur sem gefur endurskin og logar heitast i brjósti skógarhöggsmannsins sjálfs. Hann verður næstum ofurliði borinn af þeirri lifsbaráttu, sem mætir honum i bókmentunum. Þar mætir liann mönnum, sem hafa barist sömu baráttu og hann á örlagaþungum tímamótum, þegar allar spilaborgir æskunnar og allar gamlar hugsjónir, sem maður trúði á, hrundu til grunna. Endurminningarnar frá styrjaldarárunum svíða í hjartað, svo að bylgjuslög tilfinning- anna yfirskyggja á köflum dómgreind hans. Hann finnur það sjálfur, og áður en hann byrjar á hinum fyrirhuguðu bókum um bókmentirnar, gefur hann skáldinu í sér lausan tauminn í nýrri bók, sem hann kallar „Aaret i Ribe“ (Árið í Rípum) 1928. Þessi bók lýsir gangi ársins — og áranna í gömlu borg- inni hans, þar sem hann gekk til náms á æskuárunum. Og endurminningin kastar ljósi yfir stefjabrot margra skálda frá Rípum. Bókin er skáldleg lýsing á yndisleik sumarsins og miskunnarleysi vetrarins í mannshjartanu. Skáldið grætur og stynur, hlær og fagnar, lýsir sundurlyndi árstíðanna og hin- um margraddaða heimi ósamræmisins i brjóstum mannanna. Sumarið gerir sál vora að hljóðfæri. Frelsi og sjálfræði, draum- ar og sælukend eru einhliða tónar þess. Maður gleymir veru- leikanum, og fimbulbassi vetrarins kemur oss á óvart, ef við ekki fylgjumst með gangi haustsins, breytingatímabilinu, sem á að venja oss við hinn harða veruleik vetrarins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.