Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 36
148
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
EIMREIÐIN
inngangsorð að hinu víðtæka riti, er lýsir stefnum og straum-
um í skáldskap Dana, skrifar hann fyrst dálitla bók um alþýðu-
skáldið Thomas Olesen Lökken, sem lifað hefur kyrlátu lifi
í heimahögunum og samið verk sín um hið óbrotna líf þar.
Með þessari bók lýsir Bukdahl þeim skáldskap, sem er átthaga-
bundinn, en sem þrátt fyrir það nærist af andlegum straum-
urn víðsvegar frá. Þess háttar skáldskapur er á vissan hátt
tjáning þjóðareðlisins, og ritdómur Bukdahls miðar að því að
gera grein fyrir uppsprettum þess í hjarta skáldsins.
Eftir þessa bók tekur Bukdahl fyrir alvöru að viða að sér
efninu til hins fyrirhugaða rits. í andlegum skilningi gerist
hann nú skógarhöggsmaður og safnar smáum og stórum trjám,
blómstrandi beykistofnum og mosavöxnum drumbum, sem
hann hleður af kesti mikla. Meðan á starfinu stendur brýzt
af og til fram eldur í timbrinu, eldur sem gefur endurskin
og logar heitast i brjósti skógarhöggsmannsins sjálfs. Hann
verður næstum ofurliði borinn af þeirri lifsbaráttu, sem mætir
honum i bókmentunum. Þar mætir liann mönnum, sem hafa
barist sömu baráttu og hann á örlagaþungum tímamótum,
þegar allar spilaborgir æskunnar og allar gamlar hugsjónir,
sem maður trúði á, hrundu til grunna. Endurminningarnar frá
styrjaldarárunum svíða í hjartað, svo að bylgjuslög tilfinning-
anna yfirskyggja á köflum dómgreind hans. Hann finnur það
sjálfur, og áður en hann byrjar á hinum fyrirhuguðu bókum
um bókmentirnar, gefur hann skáldinu í sér lausan tauminn
í nýrri bók, sem hann kallar „Aaret i Ribe“ (Árið í Rípum)
1928. Þessi bók lýsir gangi ársins — og áranna í gömlu borg-
inni hans, þar sem hann gekk til náms á æskuárunum. Og
endurminningin kastar ljósi yfir stefjabrot margra skálda frá
Rípum. Bókin er skáldleg lýsing á yndisleik sumarsins og
miskunnarleysi vetrarins í mannshjartanu. Skáldið grætur og
stynur, hlær og fagnar, lýsir sundurlyndi árstíðanna og hin-
um margraddaða heimi ósamræmisins i brjóstum mannanna.
Sumarið gerir sál vora að hljóðfæri. Frelsi og sjálfræði, draum-
ar og sælukend eru einhliða tónar þess. Maður gleymir veru-
leikanum, og fimbulbassi vetrarins kemur oss á óvart, ef við
ekki fylgjumst með gangi haustsins, breytingatímabilinu, sem
á að venja oss við hinn harða veruleik vetrarins.