Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1939, Side 42

Eimreiðin - 01.04.1939, Side 42
154 MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA EIMREIÐIN II. Jörgen Bukdahl hefur ritað fleiri bækur en þær, sem getið er um hér að framan. En þær eru ekki eins stórbrotnar, þó að þær séu ómetanlegur stuðningur fyrir þá, sem vilja rannsaka þróun lífsstefnu hans. En hún hefur haft áhrif á marga rit- höfunda vorra tíma. Eí'tir heimsstyrjöldina, sem kollvarpaði svo mörgum göml- um lífsskoðunum, bjó Bukdahl í dálitlum kofa á vesturströnd Norvegs. Hann starir á veraldarhafið, sem dynur ofsalega á klettunum. Og þessi sjón verður táknandi fyrir vakningu hans, því að fyrsta bókin, sem hann ritar, er eins og æðistrylt játn- ing þess æskumanns, sem vill reyna að bjarga sér í land frá skipbroti tímans. Augliti til auglitis við átök brimrótsins verður honum það fyrst Ijóst, á hve alvarlegum tímamótum hann lifði þessi ár. Mannkynið var eins og ormnagað tré. Á orustuvelli heimsstyrjaldarinnar lágu milli blóðugra búka sundurtættar allar þær mannúðarhugsjónir, sem æskan hafði trúað á. Eða hver gat eftir voðalegar blóðsúthellingar styrj- aldarinnar trúað á mannúð, bróðerni, þúsundáraríki friðar eða almætti þeirra vísinda, sem aðeins þjónuðu eyðileggingu og aldrei skeyttu röddum hjartnanna? Mannkynið var á flótta frá sjálfu sér. Menn reyndu að sefa óróann og leyna rótleysi sínu með fögrum orðum um hluti, sem enginn trúði á. Menn drógu sjálfa sig á tálar og lugu að náunganum. Alt var reiðileysi, tómlæti, yfirslcin. Hinn voðalegi spenningur styrjaldarinnár hafði gert mannssálirnar magnlausar, tæmt þær að kröftum og lífsvilja, og Bukdahl finnur sjálfur til þessa magnleysis. Hann bítur á jaxlinn og bölvar yfir því. Hann vill finna kraft- inn að nýju. Hann vill eignast ákveðna lífsstefnu, sem hann getur barist fyrir og bygt líf sitt á, eins og farnar kynslóðir höfðu gert. En hugsjónir og lífsstefnur, sem eru alvara upp á líf og dauða, verða að vera ofnar úr þeim seigu þráðum, sem bar- áttan við veruleikann hefur tvinnað í hjartanu. Þetta skilur Bukdahl, og meðan hann er óviss hvert halda skuli, leitar hann frá óhljóðum veruleikans í borgunum og út í einveru náttúrunnar. Þar áttar hann sig betur á undirspili hjartans, eðlisávísuninni, sem hjá öllum mönnum (ef þeir aðeins vilja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.