Eimreiðin - 01.04.1939, Qupperneq 47
EiMnEiÐiN MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA 159
lands, og auðvitað táknar það samtímis manninn sjálfan og
start hans. Wergeland bar í sér tvær höfuðstefnur, upplýs-
ingartimabilið og rómantískuna. í hug hans byltist upplýs-
mgarstefnan, og samtímis heyrir hann aðsog hins nýja tíma,
l0mantiskunnar (hugsæisstefnunnar), sem mat meira persónu-
teikann, söguna og þjóðernið.
t'rá Aulestad, heimili Björnsons, er aftur á móti yfirsýn
Urn sjálfa rómantísku stefnuna, sem olli djúptækum bylting-
Unr í þjóðlífi Norðmanna. Þá vaknaði með bændaviðreisn-
lnni skilningurinn á menningargildi sveitalífsins, og þá tóku
aibýðumenn bæjanna að nálgast hverir aðra og finna þegn-
iegt samband í hugsun og starfi. Alt þetta er í sterkum tengsl-
Uln við 17. maí, sem er kjarninn í starfi Björnsons. Og frelsis-
úaráttan — eða sjálfur Norvegur — varð honum sú viðspyrna,
sem gerði hann að heimsborgara.
Nú skyldi maður halda, að þriðja nafnið stæði í sambandi
Ibsen. Maður er svo vanur að tala um hann og Björnson
samtimis. En það gerir Bukdahl ekki, þegar talað er um fram-
'mdu Norvegs. Ibsen mat hlutina frá alheimsborgaralegu sjón-
armiði. Hann lagði meiri áherzlu á orðið frelsi en föðurland.
p '
n sa maður, sem bezt beindi takmarkinu innávið til þjóð-
tifsins, og þess vegna hafði dýpstar rætur í Norvegi, var
Garborg. Og þriðja nafnið, Ivnudaheio, er nafnið á sumar-
beiniili hans á Jæren (Jaðri). Knudaheio er miðdepillinn í
bugarbrotum realismans (raunsæisstefnunnar) í Norvegi. Þar
1U;etir maður harðri reynslu veruleikans í hita dagsins og
binuni alvarlegustu tilraunum til að gera þjóðarviðreisnina
veruleika. Lífsbók Garborgs er saga Norvegs, sagan um
aibýðumanninn, sem berst við að skapa heilbrigt jafnvægi i
lifinu og gera hugsjónirnar og draumana að veruleika í al-
u^ennu, daglegu starfi.
kegar Bukdahl hafði lokið við „Norsk Nationalkunst“, vakn-
ai újá honum sú spurning, hvort þjóðernið og þjóðernisköll-
Unin sé nægilegt til að gera lifið fullkomið og hamingjuríkt.
Hvað gagnar að finna raunveruleikann kring um sig, ef hann
a sama augnabliki er ófullnægjandi þrám vorum? Alt væri
marklaust, ef ekki væri ósýnilegur heimur bak við raunheim-
lnn, sem eiliflega getur numist og opinberað skynjunum vor-