Eimreiðin - 01.04.1939, Síða 49
EIMREIÐIN
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
161
af því hugsanir þeirra og störf fengu aldrei styrk í stærri fé-
lagsskap.
Einnig í bókunum um Danmörku koma alþýðuskáld les-
endunum fyrir sjónir, meðal heimsfrægra skálda. En við-
horí hinna dönsku alþýðuskálda gagnvart umheiminum er
oðruvísi en alþýðuskáldanna norsku. Samgöngur eru hér
þetri en í Norvegi. Það finst ekki „leynd Danmörk“ mitt í
sjálfu landinu, en aftur á móti „innri Danmörk“, sem svarar
til hins levnda Norvegs. Með öðrum orðum: í Danmörku hef-
Ur tilfinningin fyrir leyndu undri lífsins einnig djúpa þýð-
lngu í andlegum og menningarlegum skilningi.
Ondvegisskáldin í fyrstu bókinni, „Dansk Nationalkunst“,
ei'U þeir Henrik Pontoppidan og Jakob Knudsen. Báðir þessir
nienn reyndu að sameina hugsjón og veruleika, og þeim fanst
hau skáld lítils virði, sem aðeins æfðu hugarsvif og fagurfræði
°g ekki könnuðust við baráttuna í hinu daglega lífi. Pontoppi-
dan er eitt af orðríkustu skáldum Dana. Stíl hans hefur verið
líkt við blómstrandi beykiskóg. En undir grænu laufinu blik-
ar þó oft á sverðseggjar, sem skera gegnum alvöruleysi og
volæði nútímans.
dakob Knudsen er sá rithöfundur, sem hefur ákveðnara en
n°kkur annar haldið því fram, að mannheimurinn væri tví-
skiftur (dualistisk), og að maður rekist því ætíð á mótsetn-
lngar milli hins ytra og hins innri manns. I hinum ytra heimi
ráða lögin, sem halda þjóðfélaginu saman, og þau verða að
^arðveitast með hinum bitrustu vopnum, ef þörf krefur, því
þjóðfélagið má ekki raskast. En hinn innri heimur getur ekki
lotið lögum. Þar er frelsið rikjandi, frelsið til að ganga guði
a hönd eða verða að öðrum kosti viljalaus auðnuleysingi,
þyí guð er kraftgjafi lífsins. Og það er ósveigjanlegt lögmál
róttlætisins, að eins og maðurinn sáir, svo mun hann og upp-
skera.
Eukdahl lýkur „Dansk Nationalkunst“ á ýtarlegri ritgerð
Uln Johannes V. Jensen og Thorkild Gravlund. Og hversvegna
a þeim? Vegna þess að bókin er gagnrýning á þeim skáldum,
sem í andlegum skilningi tilheyrðu liðinni öld. En Johannes
^ • Jensen og Th. Gravlund tilheyra einnig tuttugustu öldinni.
^ál Johannesar V. Jensens og andagift er eins og sjölit regn-
11