Eimreiðin - 01.04.1939, Síða 50
162
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
EIMUEIÐIN
bogabrú, sem spennir yfir aldamótin. Alþýðumenningin í
skáldskap hans er samtímis heimsmenning. Þær fínu gullæðar,
sem finnast í jarðvegi alþýðunnar, finnur hann ekki aðeins í
Danmörku heldur um heim allan, þar sem Gautar byggja land.
Þannig kemst Johannes V. Jensen að orði, af því honum finst
hann altaf heimilislaus, ef hann mætir ekki þessum norrænu
bræðrum sínum. En hann mætir þeim alstaðar, hvar sem hann
ferðast um hnöttinn, því þeir eru forustumenn menningar-
innar í öllum álfum jarðarinnar.
Þessi skoðun Johannesar V. Jensens gaf átthagaskáldskapn-
um danska víðtækara form en t. d. Thorkild Gravlund gerði
með sínum skáldskap. Gravlund túlkar meira þau verðmæti,
sem alþýðan hefur skapað heima í hreppi sínum og sýslu.
Hann leitar eingöngu að innri ódauðleik í hugsun og menn-
ingu þjóðarinnar, en Johannes V. Jensen skygndist einnig eftir
gróðri þeirra þjóðlífsfræja, sem hafa fundið akurmold fyrir
utan landamærin. Þetta gefur danskri alþýðu stærri sjónar-
hring, leysir fólkið úr álögum nærsýnisins. Og án víðsýnis
getur engin menning lifað.
Þegar Bukdahl hefur virt fyrir sér í verkum Joh. V. Jensens
liina sjöföldu landgöngubrú milli 19. og 20. aldarinnar, tekur
hann að rita um þær „socíölu“ sveifluhreyfingar, sem mótuðu
hið núverandi þjóðfélagsskipulag í Danmörku („Det moderne
Danmark“). Höfuðpersónurnar, sem yfir brúna eru komnar,
eru þeir Knud Hjortö og Helge Rode. Þeir urðu aldrei verfeðr-
ungar (Epigoner) og þjáðust ekki af sagnrænni flogaveiki eða
glórulausu ofstæki nútímans, af því þeir þektu lögmál þjóðar-
eigindanna í menningarverðmætum 19. aldarinnar, sem þeir
höfðu túlkað í byrjun 20. aldarinnar. Hver á sinn hátt
umsköpuðu þeir arfinn, alþýðumenninguna, margfölduðu
pundið, ekki með einsýnni kenningu um skipulagningu allra
hluta í staðinn fjrrir ærlegar dygðir, heldur með frjálsri trú
á voldugan og sannan tilgang lífsins.
IV.
Jörgen Bukdahl finnur til ábyrgðar gagnvart skáldlistinni,
og verk hans bera ekki aðeins vott um samvizkusemi og fræði-
mensku, heldur og um stálsleginn dugnað og andlegt fjör og