Eimreiðin - 01.04.1939, Síða 59
eimreidin
I3IÐST0FAN
171
sólskinið. — Má ég fá mér sæti á fremsta bekk. Upp með
tjaldið. — Gomoren.
Frúin (við konuna, sem færir sig fjær Gesti): Hann er
alveg meinlaus. Hann kemur hingað á hverjum degi.
Konan: Mér finst nú samt, að svona menn ættu ekki að
ganga lausir. Maður veit aldrei hvenær þeir geta orðið sjálfum
sér eða öðrum að tjóni.
Gestur: Frú — með allri respekt fyrir vísindunum: notið
sjóinn og sólskinið.
Frúin (slær upp í samtal við Gest): í dag er nú hellirign-
mg, Gestur minn, svo ekki geturðu notað sjóinn og sólskinið
i dag.
Gestur: Ég fer aldrei í sjóinn, yðar hátign. Ég má ekki
blotna á höfðinu — þá hættir heimurinn að ganga — bíll-
inn stoppar, klukkan stoppar, alt stoppar, þegar ég stoppa.
Stjáni (til útskýringar): Þetta er hann Gestur vitlausi,
niamma, ég þekki hann vel.
Konan: Uss, drengur, skiftu þér ekki af honum.
Stjáni: Það er hann, sem þykist hafa fundið upp sjóinn og
sólskinið.
Gestur: Nú má enginn segja neitt, því ég ætla að hugsa. Alt
er undir því komið að geta hugsað. Því el' maður getur
^ngsað, þá getur maður hugsað, að aðrir hugsi að maður
hugsi og svo koll af kolli —- og þá gengur heimurinn.
Piltur (við stúlkuna): Það var undarlegt, að þú varst að
tala um sjóinn áðan, og þá kom hann og nefndi sólskinið.
Höfum við ekki gleymt sólskininu.
Stúlka: Sólskininu? Þú ert þó ekki að tala um sólskin eftir
að hafa farið með mig eins og þú hefur gert.
Piltur: Þú mátt ekki ásaka mig. Við elskuðum hvort annað.
Stúlka (blíðari): Það getur verið. — En skilurðu þá ekki,
uÖ það er einmitt af því að mér þykir vænt um þig og vil fá
að halda áfram að þykja vænt um þig, að ég vil ekki að þetta
komi fyrir — núna — á meðan þú ert veikur.
Piltur: Ég veit, að einn góðan veðurdag verð ég heilbrigð-
ur 0g get farið að vinna aftur, og þá vil ég ekki að það skyggi
á gleði okkar.
Aðstoðarstúlka (leiðir blinda manninn inn i biðstofuna. Nú