Eimreiðin - 01.04.1939, Qupperneq 62
174
NORRÆNT SAMSTARF
EIMREIÐIN
ekkert samband kemst á milli stjörnufræði og líffræði, geta
vísindi þess mannkyns aldrei orðið nema frumstæð, að kalla
má, þegar miðað er við þær framfarir sem orðið gætu og þurfa
að verða, ef mannkynið á að komast á örugga framfaraleið.
Og vitanlega væri engin sanngirni í því að ætlast til að skáldin
ríði þar á vaðið, hversu ágæt skáld sem eru, og jafnvel ekki
þó að um náttúrufræðilega mentað skáld sé að ræða, eins og
H. G. Wells.
Víða hefur komið fram alveg réttur skilningur á því, að hið
nýja landnám þarf umfram alt að verða í líffræði. En hins-
vegar hef ég ekki orðið var við neinn skilning á því, að það
þarf um leið að vera landnám í stjörnufræði, svo að um ný
vísindi, stjörnulíffræði, geti orðið að ræða. Og þá hefur -\dtan-
lega ekki verið tekið eftir því eins og þurft hefði, að landnám
þetta er þegar hafið hér á íslandi, hjá þeirri þjóð, sem ein
hefur varðveitt samhengið í norrænni málþróun og um eitt
leyti miðaldanna var andlega frjálsari en nokkur þjóð önnur.
(Sbr. orð hins ágæta Keplers í riti, þar sem hann einmitt getur
um ísland: „et quod in his rebus maximi momenti est, libero
animo.)
Því miður hafa íslenzkir vísindamenn, einmitt þeir menn-
irnir, sem svo mikið reið á að samtaka gætu orðið að réttu
marki, að mestu brugðist í þessum efnum ennþá. Þeir hafa
ekki verið nógu frjálshuga („libero animo“), ekki í nógu
miklu samræmi við það sem bezt hefur verið um islenzka for-
tíð, ekki nógu þjóðræknir.
Áhugaleysið á íslenzkum sannleik, hinu íslenzka landnámi
í vísindum, kemur mjög fróðlega fram i nýrri bók, sem ég
hef verið að blaða i. Bókin heitir „Efnisheimurinn“ og er eftir
Björn Franzson, sem á Þýzkalandi hefur stundað háskólanám
í eðlisfræði. Bókin er gáfulega samin og gagnleg að ýmsu leyti,
en þó of mjög undir áhrifum þessara Gyðingavísinda, sem svo
mjög hefur verið látið af þessa síðustu áratugi. Mig furðar dá-
lítið á því að mitt verk er ekki nefnt á nafn í bók þessari, þar
sem þó ýms mín orð koma þar fyrir, og framsetningin ber
þess nokkur merki, að höfundurinn hefur lesið sumar mínar
ritgerðir sér til gagns, enda svo mikill gáfumaður, að hann
hefur einhverntíma ritað um mig i þýzkt blað. En sú óbeina