Eimreiðin - 01.04.1939, Qupperneq 68
180
LANGAFIT OG HARÐHÓLL
EIMREIÐIX
— Mér finst þú vera alt of persónulegur í skoðunum þín-
um, sagði Ari með hækkandi rómi, landið á að vera helgi-
dómur þjóðarinnar, það er heildin, sem fyrst og fremst á að
njóta gæða þess, og vegna heildarinnar þarf að skipuleggja
not þess. Það er ekki gott að bóndinn sem einstaklingur
haldi slíkri dauðatrygð við sitt eigið býli, að enginn megi
grípa þar niður hendi sinni nema hann, og það jafnt þó að
hann geti ekki notað nema Htið af kostum þess. Þess vegna
þarf að skipuleggja bygðina, skifta jörðum og skapa nýjar
af hæfilegri stærð. Og fólkið á að yfirgefa dreifðustu bjrgð-
irnar og leita þangað, sem skilyrðin eru hetri fyrir menn-
ingarlíf.
Dagur fann til ónota við þá tilfinningu, að hér væri verið
að ráðast heimulega á djúptækar skoðanir hans. Hann gat
aldrei felt sig við umsteypukenningar hinna róttækustu jafn-
aldra sinna. Hann var persónulega bundinn þessum afdal og
kendi sársauka við þá hugsun, að stjórnarvöldin segðu hon-
um að taka sig upp eitthvert harðindavorið og flytja sig bu-
ferlum í Flóann eða Ölfusið, á tuttugu hektara mýrarspildu,
þar sem kotin stæðu svo þétt í kringum hann á alla vegu.
að kerlingarnar gætu rifist á milli þeirra, hver af sínum
þröskuldi — og kastað skit úr fjósdyrunum yfir á þvotta-
snúru grannkonu sinnar. Nei, þá var betri spölurinn yfir að
Hamravatni eða að Heiði, þó að klukkutímagangur væri inilh
þessara næstu bæja. Eða hvað um það, ef að stjórnarvöldin
einhvern góðviðrisdaginn sendu borðalagða spjátrunga til að
mæla dalinn hans með stikum og draga merkjalínu þvert
yfir túnið hans með þeim ummælum, að handan við linuna
skyldi vefarasonur úr borginni nema land? Það var alt ann-
að, sem liann óskaði sér. Býlið, sem rísa skyldi hinum megin
við Sauðhúsgilið, átti að verða minnisvarði hans sjálfs
felast á hendur hans eigin börnum. Það var hann, sem átti
að skipa málum i þessum dal meðan kraftar hans leyfðu '
síðan liið jarðneska framhald hans. í aðalatriðum svona-
Það var að visu meinlaust, að ríkið hefði lagt bæði akveg
síma við túnið hans — brautir hinna viðstöðulausu. En
sál þessa dals mátti enginn girnast og enginn varna honun1
að njóta þeirra kenda, sem bundu þá órofa trygð, hann °S