Eimreiðin - 01.04.1939, Qupperneq 69
eimreiðin
LANGAFIT OG HARÐHÓLL
181
dalinn — dalinn og barnið hans. Þegar hann mintist syst-
kyna sinna, ellefu talsins, sem öll voru búin að kveðja þenn-
an dal, þá fanst honum óskiljanlegt úr hvaða efni þau hefðu
'erið gerð. Öll höfðu þau fagnað þeirri stund, sem þau losn-
Uðu við heimilisböndin í fásinni dalsins og máttu líða frjáls
ut í hringiðu menningarinnar. Borgin hafði gleypt þau —
braeður hans þrjá og systur hans átta. Hann einn hafði fengið
^r°t af sál dalsins í vöggugjöf, og það brot hafði dafnað með
h°num alt fram á þennan dag, þroskast við leiki hans á barns-
aldri, við störf hans á æskuskeiði, við drauma hans og þrár
hans til vaxandi manndóms.
En skólafélagi hans fyrverandi, Ari Arnfinnsson, var ekki
háðiu- neinum þessháttar forsendum. Enginn dalur hafði
hundið sál hans i vé sin, og engin fortíð sniðið honum ákveð-
’Un stakk. Hann var augnabliksmaðurinn átthagalausi.
heir sátu þarna langt fram á nótt og ræddu vandamál þjóð-
^é'agsins, pólitískir féndur, en leikbræður um langt skeið
heinia í sama dalnum.
Eg vil strika burt þessi afdalabýli, sagði Ari og kast-
a®i steinvölu að spóa, sem tylti sér á þúfu hinum megin við
i*kinn — fólkið á að hópast í byggilegustu héruðin. í þétt-
hýlinu getur það notið sömu menningarkjara og kaupstaðar-
húinn. Leikhús og kvikmyndahús og veitingasalir verða reist
hur í hverri sveit. Fólkið hópast þangað á kvöldin og hristir
at s®r fýluna og rykið. Víð afdalina er tæpast annað gerandi
eU að beita þar sauðfé og hrossum og byggja þar hæli fyrir
hankaþjófa og víxilfalsara og blóðsugur auðvaldsklíkunnar.
Eg er náttúrubarn og náttúrudýrkandi, sagði Dagur, og
Drði meira þá gleði, sem hægt er að veita sér kostnaðar-
laust af gjöfum náttúrunnar heldur en þetta fimbulfamb
°§ skrautsalaglingur, sem hrúgað er upp til að kæfa heilbrigða
skynsemi rótlausra sálna. Það er margt, sem náttúran býð-
Ut °kkur göfugra en það, sem fundið verður í skarkala niúgs-
lns- Lofum þeim, sem vilja, að stæla krafta sína við fjöl-
h^eytni náttúrunnar.
— Þú ert afturhaldsburgeis, og þýðir ekki við þig að tala
Ulu þjóðfélagsmál, sagði Ari og stóð á fætur og teygði sig
allan.