Eimreiðin - 01.04.1939, Side 71
eimreiðin
LANGAFIT OG HARÐHÓLL
183
kallið. Bragi leyfði mér að fara, ef ég fengi mann í staðinn
niinn, og það vildi svo vel til að mér var vísað á hann í bréfinu.
— Við eigum þá ekki að verða nágrannar Iengur að sinni.
En vel kalla ég að þú sleppir úr fásinninu.
— Já, prýðilega. Fór annars ekki einhver hér um veginn
i kvöld?
-— Ekki var það örgrant.
—- Var það Hulda Jónsdóttir?
-— Já, og var á honum Glæsi á Heiði.
— Hafðirðu ekki tal af henni, karlinn?
— Jú, ég gekk með henni hér austur á göturnar.
— Sagði hún ekkert í fréttum úr borginni?
— Fréttir — það held ég ekki.
— Hún kvað ætla að vinna á gistihúsinu á Laugarvatni í
suniar, sagði Ari, og bjóst til að kveðja.
— Svo? sagði Dagur og það greip hann óljós kvíði, en hann
íét sem ekkert væri og reitti mosa úr peysuerminni: — Eg
er grár sem andskotinn, og allur þakinn mosa, sagði frændi
uiinn sálaði, Gunnbjörn smiður, hann var hagur á ljóð eins
°g annað.
•— Vertu sæll, Dagur, þökk fyrir samtalið.
— En góðgjörðirnar, sagði Dagur, ég hefði nú getað gefið
þér skyrspón og mjólk, þó að fólkið væri sofnað.
— Ég er ekki svangur, ég át eins og hestur á Hamravatni.
Vertu sæll - Vertu sæll, ég hið að heilsa að Heiði.
Sólin gægðist upp yfir dalbrúnirnar í norðausturátt, og
döggin tók að Ijóma eins og silfurglitrandi perludúkur á
túninu í Engidal.