Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 83
eimreiðin
HliIÍHA TIPTOP
195
Ju, átti ég ekki von á Jiví, hún hreytir í hann illkvitnisleg-
um ónotum, um leið og hún strýkst fram hjá honum, sem allir
unindu fyrirverða sig fyrir, nema fólk af hennar tagi. En það
kemur honum ekkert úr jafnvægi i dag.
Annars er kerlingarsauðurinn hún Guðný gamla búin að elta
við hann grátt silfur nokkuð lengi. Það byrjaði á því, að hann
Var staddur inni í einni verzlun bæjarins, þar sem Guðný
gamla var líka, og honum varð óvart litið á hana, þar sem hiín
Var að láta nokkra smáhluti hverfa ofan í kápuvasann sinn.
Hun var víst smáhnuplgefin, kerlingin. Hann hafði ekki verið
SVo hugaður að segja til hennar og ekki nógu fljótur að líta
ai henni aftur svo hún sá, að henni var veitt eftirtekt. Hann
híitði flýtt scr út úr búðinni, og honum var órótt innan hrjósts,
en síðan hafði Guðný gamla aldrei séð hann í friði. Kerlingar-
garmurinn, hann vorkendi henni. Þetta var hennar litli heim-
lIr’ ;'ð níða niður náungann og senda honum tóninn. Á sínum
yagri árum hal'ði hún stundað skipin við höfnina, og afleið-
'agarnar af því var óþverra veiki, sem hún fékk, og beið þess
aldrei bætur. Síðan hafði hún altaf verið talsvert skrítin á
s>nninu.
Hn sem sagt, hann var i sólskinsskapi í dag, þrátt fyrir
Guðnýju og alla rigningu. Það var pakkinn, sem var orsök í
g'eði hans núna. Hann var virkilega ánægður. Hann hlakkaði
(il að koma lieim og opna hann. Hann hafði ekki verið í svona
8°ðu skapi lengi. Loksins hafði þessi langþráði draumur
hans ræzt. Hann hrosti með sjálfum sér og var fai'inn að lifa
uPp í huganum ímyndaða ókomna atburði, þar sem hann
sjállur var aðalhetjan.
Það var margt fólk úti, þrátt fyrir rigninguna. Það tafði
hann. Hann þurfti ýmist að víkja til hægri eða vinstri. Það
'H'tist alls ekki taka það með í reikninginn, að Guðmundur
Jónsson þyrfti að flýta sér. Æ, hver skollinn, slitnaði ekki
°hræsis bandið, og pakkinn datt ofan í foruga götuna rétt í
h'í hann mætti tveim stúlkum, sem voru ekki betur innrættar
en það, að þær gengu flissandi burtu yfir óförum hans. Hann
hölvaði afgreiðslumanninum í hljóði, heygði sig niður og tók
Pakkann upp, sem hafði óhreinkast talsvert. Eina hótin að
hann var rétt kominn heim. Hann hraðaði sér inn í hliðar-