Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1939, Page 86

Eimreiðin - 01.04.1939, Page 86
198 HEHRA TIPTOP EIMREIÐIN Hann var fullkomlega ánægður, naut tilverunnar við að spegla sig og varð blátt áfram skotinn í sjálfum sér. Það væri synd að segja að hann sómdi sér ekki vel í þessum klæðnaði. Svona ætti hann altaf að geta gengið til fara og ekkert að vinna. Þá fyrst væri gaman að lifa. Það voru áreiðanlega ekki margir hans líkar í þessum bæ, hvað glæsimensku snerti. Það eina, sem skygði á gleðina, var óþolinmæði hans að bíða eftir laugardeginum. Fjórir dagar! Það var alt of langt. Hann var alveg búinn að hugsa hvernig sá dagur átti að líða. Hann hætti að vinna klukkan eitt á laugardögum, það var hinn Ijósi punktur vikunnar. Þá ætlaði hann til rakara og láta raka sig og klippa, og síðan beina leið heim til að klæða sig um. Honum veitti ekkert af að hafa nægan tíma til þess, því að hann ætlaði að vanda sig. Og svo ætlaði hann að sækja Stínu. Hann hlakkaði til að sjá andlit hennar geisla upp af aðdáun, þegar hún sæi hann. Spursmál hvort hann gæti ekki sparað dálítið gullhamrana við hana. Þetta kvenfólk hafði ekki gott af því að halda, að maður væri alt of vitlaus eftir því. Hann varð auðvitað að sækja hana í bíl, en hann ætlaði að láta það eftir sér um leið að sýna sig á almannafæri. Hann hafði hugsað sér að taka krók á sig inn á Vitastíg, fara þar niður á Laugaveginn og ganga síðan allan Laugaveginn niður í bæ og taka bíl þar. Það steig honum til höfuðs að hugsa um þetta, og hann fyltist sjálfsstolti. — Frakkinn! Guðmundur Jónsson spratt upp af stólnum. Hann varð að sjá hvernig hann tæki sig lit í frakkanum við hattinn. Merkilegt að hann skyldi ekki muna eftir frakkanum strax. En hvernig átti hann líka að hafa alt í huganum i einu þennan merkisdag? Hann fór fram í forstofuna og náði í frakkann, sem var enn- þá deigur eftir rigninguna, og snaraði sér í hann. Sannarlega gott hvað hann var nýlegur og fór vel, þó hann væri búinn að eiga hann í tvö ár. Og hvíti silkiklúturinn, ekki mátti gleyma honum. Hann setti hann um hálsinn og leit enn þá einu sinni á sjálfan sig. Stórkostlegt! Hann gekk eitt skref aftur á bak, til að sjá sig betur. En hver árinn, var hann ekki rétt dottinn á hausinn um stólsköm.mina. Hann bölvaði stóln-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.