Eimreiðin - 01.04.1939, Page 87
ei.mheiðix
HERRA TIPTOP
199
11 Ri í sand og ösku um leið og hann færði hann frá. Hvern
fjandann sjálfan var líka stóllinn að asnast þarna fyrir hon-
unr?
En hvernig stóð á því, að honum datt jarðarför í hug, ha?
Jú, það var rétt, það gerði auðvitað pípuhatturinn. Hér not-
uðu menn yfirleitt ekki pípuhatta nema við jarðarfarir. Það
kom ónotalega við hann. Hann gretti sig. Hann ætti nú eftir
ult saman að verða sér til athlægis fyrir pípuhattinn. Nei,
það mátti ekki verða. Hann velti þessu fvrir sér, og þá datt
honum í hug maður, sem alment var álitinn eitthvað hilað-
ur, eins og það var kallað, sem hann hafði einu sinni séð
labbandi ofan i Austurstræti um miðjan dag, með pípuhatt
°g heilan hóp af götustrákum, sem eltu hann og gerðu grín
uð honum.
Undarlegt hann skyldi ekki muna eftir þessu fvr. Það ætti
Uú eftir að fara eins fyrir honum. Hann sundlaði við til-
bugsunina. Þetta var vandamál, sem varð að athugast með ná-
bvæmni og stillingu. Það var hálfhart að vera búinn að kaupa
hatt dý rum dómum og uppgötva svo, að maður yrði til at-
hltegis við að brúka hann. Ja, þessi bær! Það var öðruvisi
erlendis. Þar gat hver maður labbað með sinn eiginn hatt í
friði.
En jarðarför. Hann gat þó altaf notað hann við svoleiðis
fækifæri, en því miður var enginn nýdáinn, sem hann þekti,
svo að það gat orðið bið á því. Sannleikurinn var sá, að hann
hafði altaf verið ákaflega latur við að vera við jarðarfarir og
ulls ekki farið nema brýnustu nauðsyn bæri til. Eins og til
úaemis i fyrra, þegar ein náfrænka hans var jörðuð og hann
hafði setið heima. Það hefði hetur verið núna.
Hann lagði heilann í bleyti. Alt í einu hýrnaði yfir hon-
uni. Þekti? Hvað gerði það til þó að hann þekti ekki persón-
Una. Enginn vissi um það nema sá dauði, og ekki segði hann
frá. Bara ef hann gæti sýnt sig með hattinn, það var aðal-
utriðið. Það var venjulegast jarðað á hverjum degi. Skykli
ekki einhver vera jarðaður í dag? Hann þreif dagblað af skrif-
horðinu og leit yfir dánardálkana. Þarna var ein jarðarför
hlukkan eitt, en það var of seint, því klukkan var að vcrða,
fjögur. En bíðum við, það færðist bros yfir andlitið á hon-