Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 123
EIMHEIÐIN’
RITSJÁ
235
sjúkdómsfyrirbrigði hefur heyrst nefnt hér i hinum snjóasnauða höfuð-
stað, og ekki að ástæðulausu með öllu. En hvað um það, þessi skáld-
saga um skiðaleikni og skíðakapp er hin skemtilegasta og ágætasta æsku-
lýðsbók, og i henni gerist það, sem stundum hendir i öllu iþróttakapp-
inu, að óþektur en einbeittur unglingur utan úr sveit, sem enga þjálfun
hefur fengið aðra en erfiða og harða vinnu og baráttu við vetraröflin
úti i norsku skógunum, sigrar alla ]>jálfuðu skiðakappana, landa sína,
og verður skiðakongur Noregs. íslenzkir skíðamenn og aðrir, sem unna
djörfum leik og dugmiklu iþróttalífi, munu áreiðanlega hafa ánægju af
að lesa þessa bók.
* * *
Ungmennafélagslireyfingin liefur átt sinn þátt i að efla iþróttalífið
* landinu, bæði iþróttir likams og anda, eins og hvorttveggja þetta var
sett á stefnuskrá fvrsta ungmennafélagsins, U. M. F. Akureyrar, sem
stofnað var 7. janúar 1906. Nú hafa ungmennafélögin gefið út minningar-
rit mikið um starf sitt, U. M. F. f. 1907—1937 (Rvik 1938), saman tekið
Geir Jónassyni, magister, og með formála eftir Aðalstein Sigmunds-
son, kennara. Stefnuskráin var ágæt eins og U. M. F. A. gekk frá henni,
að safna æskulýð landsins undir eitt merki, með einkunnarorðin „sann-
leikurinn og réttlætið fyrir öllu“ að leiðarljósi, að afla sér líkamlegs
°g andlegs þroska, vekja lifandi og starfandi ættjarðarást, en eyða
Uo'kkahatri og pólitískum flokkadrætti, efla alt það, sem er þjóðlegt og
rammislenzkt og leggja sérstaklega stund á að fegra og hreinsa móður-
ttúilið, o. s. frv. Rit þetta á nú að sýna hvernig þetta alt hefur tekist.
^ þvi skyni flvtur það fjölda minningargreina, söguágrip einstakra fé-
laga og skýrslur um ýmsar framkvæmdir. Það er einnig prýtt fjölda
mynda.
Áf þeim íslenzkum timaritum, sem borist hafa Eimreiðinni nýlega, er
Wrkjuritið, ritstjóri Asmundur Guðmundsson, prófessor, einna veiga-
Ir,est, og vissulega sjást ekki á þvi nein deyfðarmerki íslenzkrar kirkju.
hað kemur út alla mánuði ársins nema ágúst og september og flytur
fjölbreytt efni. í þeim fimm heftum, sem komin eru út á þessu ári,
CI'u, auk prédikana eftir ýmsa kirkjunnar menn, fjöldi ritgerða um
Jms andleg mál, sálmar og Ijóð, innlendar og erlendar fréttir um kirkju-
'eg og trúarleg efni, o. s. frv. Af ritgerðunum iná sérstaklega benda á
k'rein, eftir séra Benjamin Kristjánsson, i tilefni tuttugu ára fullveldis-
' iðurkenningar islenzku þjóðarinnar 1. dezember siðastliðinn, og nefnir
höt. hana: I>ar sem hugsjónir deyja. Þá má nefna grein eftir séra Pál
horleifsson, Hin mikla elfur, og mjög ljósa og glögga grein, um guðs-
hugmynd frumstæðra þjóða, eftir Sigurbjörn Einarsson. f 3. hefti þ. á.
'Rar meðal annara Augustin Lodewyckx mjög fróðlega grein um lút-
c,ska trúboðið meðal innfæddra manna i Ástraliu og ritstjórinn grein
uni Golgata og gröf Krists (með myndum). í 4. heftinu er meðal ann-
ars Srein um trúna á upprisu Krists, eftir Nathan Söderblom erkibisku]),