Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 24

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 24
168 PRÉDIKUN í HELVÍTI EIMR£!IIí'IN „Ég kalldði á þig,“ segir röddin. „Ég lief ætlað þér starf. Þú átt að fara og prédika í Helvíti í dag.“ Mér fannst þetta engin fjarstæða, því að inni í þessum mikla mætti er ekkert ómögulegt eða ótrúlegt, finnst mér, en áður en ég veit af, er ég þó búinn að segja, eins og af gömlum vana og þroskaðri minnimáttarkennd: „Já, en er það til nokkurs? Er þar nokkur kirkja?“ „Nei, það or engin kirkja þar. Þeir liafa rifið þær. En þeir hafa samt beðið um messu þar í dag.“ „Jæja,“ segi ég, „það er ei'nkennilegt. Ætli þeir meini nokkuð með því?“ „Það er óvíst, en þú gerir þó skyldu þína.“ Og röddin var enn mildari, næstum angurvær í skipun sinni. Og ég var aftur orðimi einn. Ég fór að liugsa um þetta undarlega verkefni mitt. Ég sá sjálfan mig í anda, þar sem ég var kominn niður í dimman og fúlan og andstyggilegan kvalastað útskúfaðra sálna og flutti þar Guðs orð. Ég sá púkana allt í kringum mig glotta, spila, drekka og reykja, kvelja hver annan og skammast, meðan orðið væri flutt. Vafalaust niundu þeir henda skít í prédikarann og loks hrópa hann niður. Ég sá fyrir mér sljóan, en þó illkvittnislegan svip þeirra og vitstola augnaráð. Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki né skilja. II. Allt í einu var ég staddur í fögrum grasivöxnum hvannni. Lítilh sólbrosandi lækur rann þar og skvetti vingjarnlegum úðadropuiu á skógarkjarrið á bakkanum. Ég ætlaði að fara að setjast niður og livíla mig og njóta feg" urðarinnar, því að ég bjóst við, að enn væri löng leið ófarin, en þá birtist mér ungur glæsilegur mað.ur í gráum sumarfötuni °S með hvíta húfu á höfðinu og stóran borða á brjóstinu í hvítuin, rauðum og bláum litum. Hann var glaðlegur á svip á þann hatt, 8em menn eru það, þegar þeir eru ofurlítið hreifir, og þess vegna var hann enn elskulegri en ella. Hann heilsaði mér báðum höndum: „Vertu velkominn. Það gleðir mig, að þú ert kominn. Okkm

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.