Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 18

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 18
90 EINAR JÓNSSON, LISTAMAÐUR EIMKEIÐIN bækur. Hér verða engin tök á að fara langt út í það mál að lýsa verkum hans og túlka þau. Hið táknræna í myndum hans er það, sem einkennir þau skýrast. En jafnframt miðar allt þetta táknræna eðli verka hans að þvi að opinbera hið göfuga, fagra og góða í tilverunni. Máttur, vizka og fegurð eru stoð- imar í allri hans margþættu og mikilfenglegu listbyggingu, sem rís af blóðvelli langra þrauta og þungrar reynslu synda og sorga kynslóðanna um aldaraðir. Hinum mikla gáfumanni og fslandsvini, André Courmont, varð eitt sinn að orði, er hann hafði skoðað listaverk Einars: „f gegnum öll listaverk hans gengur eins og rauður þráður boðskapurinn um krossfestingu hins lægra og upprisu hins æðra“. Undir þessi orð munu allir þeir geta tekið, sem íhuga einkennin á list hans og reyna af alvöru að kryfja þau til mergjar og túlka táknmál þeirra. IV. Grunntónninn i list Einars Jónssonar, hið trúræna, táknræna og dulræna viðlag í verkum hans, verður ljósast með því að athuga afstöðu listamannsins til Kristshugsjónarinnar. Fyrsta myndin, sem birt var á prenti af fyrsta verki hans, var tákn- ræn um þann grunntón hins trúræna, sem síðan átti eftir að einkenna svo mörg verk hans. Það var myndin Drengur á bæn, sem birtist í l.árgangi Einmreiðarinnar (1895). Lotning hans fyrir Kristi, sem meðal annars birtist á svo mikilfenglegan hátt í Kristsmyndum hans tveim, sem til sýnis eru nú í hinni nýju deild safns hans, minnir mann ósjálfrátt á sumt í „contemplatívri mystik“ Bernards af Clairvoux, hins auðmjúka, en einbeitta afburðamanns kristninnar á 12. öld. f bók sinni Skoðanir minnist Einar Jónsson á baráttu þá, er hann háði um eitt skeið fyrir því að öðlast aftur trú sína, sem efnishyggjan um og eftir síðustu aldamót hafði ruglað og deyft með mörgum hugsandi manni. Þá er það, að hann kynn- ist af tilviljun bók eftir dulspekinginn Emanuel Svedenborg, og við lestur hennar birtir aftur til í huga listamannsins. Um þetta farast honum sjálfum orð á þessa leið: „Hjá mér vaknaði vonarneisti um það, að ég væri kominn á slóð þess, sem ég hafði glatað og svo lengi leitað og innilega þráð að finna: samband við eitthvað mér óumræðilega kært og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.