Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 43

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 43
EIMREIÐIN BRÆÐURNIR 115 hafði vísað ungfrú Maríu leið gegnum aldingarðinn inn í litla stofu, þar sem hún átti að búa, skildi hún hana eina eftir. Eiríkur átti líka að búa undir sama þaki, og þegar hann hafði beitt frá og látið Krónprins í hesthúsið, kom hann inn. Ekkert kerti fyrirfannst til að kveikja á, því að hálfrökkvað var, en hann gat vel greint rokkinn, sem stóð á kistunni framan við hvítan reykháfinn. — Nú má ekki María litla vera hrædd, þó að hér sé fornfálegt °g ófagurt útlits, sagði hann, um leið og hann bauð góða nótt. Reimt er aðeins á herragörðum, en á óbreyttum bóndabæjum ríkir friður guðs. Um nóttina varð honum þó ekki svefnsamt, því að vindurinn hafði hitað vanga hans, og í höfðinu ólguðu hugsanirnar. í verk- færaskýlinu hafði verið um hann búið, og þegar svo bauð við að horfa, varð hann að opna þakgluggann og stinga út höfðinu til að sjá, þegar dagur rann. — Er María litla vöknuð? spurði hann og barði laust í þilið, eR þar sem hún svaraði engu, vissi hann, að hún svaf, og hann lagðist út af aftur. Hanamir tóku að gala, fyrst í f jærsta garðinum, síðan í garði Rágrannans og loks rétt fyrir utan. Reykurinn steig upp af örn- Rnum. Fiskimaður kom eftir veginum með áramar á öxlinni eins °g byssu, og vatnið flæddi svo hátt upp á milli trjánna, að veiði- niaðurinn varð að vaða út í vatnið til þess að komast að bátn- um og ausa hann. Eiríkur hlustaði á áraglammið fjarlægjast. Enn einu sinni varð hann að gægjast út um þakgluggann. Þá gat hann í aftureldingunni ljóslega greint skógarásinn handan við húsin, og meðal aldingarða með stöngulberjarunnum og baunabeð- um þekkti hann aftur rústirnar af hinum risavöxnu kirkjum, sem höfðu hlið úr silfri og altarisskápa prýdda gimsteinum. Hann vissi, að í þann tíð hafði verið meira en sex tíma gangur kringum borgina, og honum gaf sýn úti fyrir ströndinni, raðir gnæfandi hreka og kaupskipa með felldum seglum og vöruhlöðum á þilfari. Hann sá brú reista yfir vatnið, og eftir henni fóru vagnar, ridd- arar og ríkir kaupmenn, sem vöfðu um sig loðkápum sínum í morgunsvalanum. Eftir veginum undir hamrinum fór hópur hrengja, sem báru særðan félaga sinn á gullstóli, og á undan þeim gengu biskupar og ábótar með brynju yfir kápunni og sverð hregin úr slíðrum. En svo marraði hurðin á húsi foreldra hans. í’aðir hans, klæddur leðursvuntu með sög á öxlinni, gekk út í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.